Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 182
180
Goðasteinn 2010
Guðrún S. Kristinsdóttir, Hvammi
Guðrún Sigríður eða Dúna líkt og allir kölluðu hana,
var fædd í Raftholti þann 9. desember 1921, Rangæingur
að ætt og uppruna. Foreldrar hannar voru hjónin Krist-
inn Guðnason bóndi og hreppstjóri í Skarði og Sigríður
Einarsdóttir ljósmóðir.
Hún var önnur í röð 5 systkina, en fjögur náðu full-
orðins aldri. Elst var Laufey, þá Dúna, Guðni, Hákon og
Laufey Guðný.
Dúna var á barnsaldri þegar foreldrar hennar fluttu að
ættarsetrinu Skarði er faðir hennar tók við föðurleifð sinni og þar ólst hún upp í
foreldrahúsum, - og við hlið góðra systkina óx hún og dafnaði, fríðleiksstúlka,
alin upp við holla heimilishætti og hefðbundin sveitastörf og ekki er að efa að
Dúna bjó alla ævi að því uppeldi.
Ung að árum giftist hún Eyjólfi Ágústssyni í Hvammi, og gengu þau í hjóna-
band þann 22. maí 1942, en Eyjólfur lést á páskadegi 1997. Í Hvammi bjuggu
þau með reisn, og samhent og áhugasöm stóðu þau fyrir búinu og fyrir velferð
barna sinna sex, sem eru;
1) Kristinn f.1942, 2) Katrín f. 1943, 3) Ágúst Sigurvin f.1945, 4) Ævar
Pálmi f. 1946, 5) Knútur f. 1949 og Selma Huld f.1961.
Þeim hjónum búnaðist vel í Hvammi og nutu trausts, vináttu og virðingar
sveitunga sinna og samferðamanna. Á búskaparárum sínum lifðu þau þá miklu
byltingu og breytingartíma, sem urðu í íslenskum landbúnaði á síðustu öld.
Af samheldni, dugnaði og viljastyrk unnu þau að framförum, ræktun og upp-
byggingu á jörð sinni. Og Dúna var jafn harðdugleg og Eyjólfur bóndi hennar,
ósérhlífin, fórnfús og viljasterk. Hún var framúrskarandi myndarleg húsmóðir,
og hún hafði næmt og glöggt auga fyrir fegurð og snyrtimennsku í umhverfi
sínu.
Dúna var afar mikil húsmóðir og innandyra var allt fágað og snyrt og bar
brag húsmóðurinnar skýrt vitni. Gamla íbúðarhúsið í Hvammi er stórt og reisu-
legt og þar var ævinlega margt um manninn enda börnin sex og síðar bættust
við tengdabörn og barnabörn, þannig að oft var þröngt setinn bekkurinn, ekki
síst að sumarlagi.
Dúna hlaut í arf gestrisnina og myndarskapinn sem ætíð var í heiðri hafður á
heimili hennar og var hún þar enginn eftirbátur. Heimili þeirra hjóna var rausn-
argarður, þar sem ávallt var mjög gestkvæmt.
Eyjólfi var treyst til ýmissa ábyrgðastarfa og var því oft að heiman. Og þá
sá Dúna bæði um heimilið og bústörfin og lét sinn hlut hvergi eftir liggja, því