Goðasteinn - 01.09.2010, Page 183
181
Goðasteinn 2010
hún var alþekkt atorkukona, vakandi yfir velferð heimilisins og öðrum góðum
málum sem til framfara stóðu.
Ef svo bar við gat Dúna verið föst fyrir og óhrædd að láta skoðanir sínar í
ljós, engu að síður var hún raunsönn og vildi hvers manns vanda leysa. Hún var
vinur vina sinna og stuðningurinn næsta vís, ef leitað var til hennar og jafnan
tilbúin að veita af sínu vinarþeli og tryggð. Yfir henni var mikil reisn og hún bar
sterkan persónuleika, ævinlega vel til höfð og glæsileg til fara enda fylgdist hún
vel með tískunni og klæddist samkvæmt henni.
Söngur og tónlist voru henni hugleikin, kunni fjölda kvæða og sálma, og hún
var ein af stofnendum kirkjukórs Skarðskirkju, og með honum söng hún allt þar
til heilsan brást henni. Eins var hún ein af stofnendum kvenfélagsins Lóu og
tók virkan þátt í starfi þess um árabil, auk ýmissa félagsstarfa annarra eins og
ungmennafélagsins.
Dúna var ákaflega vel gerð kona, hún var kona góðra og traustra gilda.
Áreiðanleiki, höfðingsskapur, snyrtimennska og festa einkenndi alla hennar
framgöngu og viðmót.
Á efri árum hrakaði heilsu hennar mjög og síðustu árin dvaldi hún á dval-
arheimilinu Lundi á Hellu og naut þar mjög góðrar umönnunar og aðhlynn-
ingar. Hún andaðist þar 24. maí. Útför hennar fór fram frá Skarðskirkju 4. júní
2009.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir frá Lambalæk
Guðrún Ágústa Sigurjónsdóttir fæddist 20. des. 1919
á Lambalæk í Fljótshlíð. Hún lést á Kirkjuhvoli 17. júní
s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Þórðarson
bóndi á Lambalæk og Guðbjörg Gunnarsdóttir hús-
freyja. Þau eignuðust níu börn og var Guðrún fimmta í
röðinni en hin eru þessi í aldursröð: Gunnar Þórarinn f.
1914, d. 2003. Ingibjörg f. 1916, d. 2001. Ingileif Þóra
f. 1917, d. 2003. Pálína f. 1918. Sigurbjörg f. 1921.
Jónína Guðrún f. 1923 lést árið 1966. Ólafur Gústaf f.
1925, d. 1996. Yngstur var Maríus f. 1928 sem lést í
frumbernsku.
Lambalækjarheimilið var mikið myndarheimili þrátt fyrir takmörkuð efni
eins og algengt var á barnmörgum heimilum þessa lands á uppvaxtarárum Guð-
rúnar. Í foreldrahúsum hlaut hún gott uppeldi þar sem trúrækni hefur áreið-