Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 184
182
Goðasteinn 2010
anlega verið í hávegum höfð, síðar á ævinni naut hún þeirrar góðu mótunar sem
hún hlaut í bernsku.
Árið 1945, þá 26 ára gömul, gekk Guðrún í hjónaband með Guðmundi Gunn-
arssyni frá Moshvoli. Hann fæddist 26. mars árið 1916 sonur hjónanna Gunnars
Guðmundssonar og Guðrúnar Eiríksdóttur frá Moshvoli í Hvolhreppi. Þau hófu
búskap sinn á Lambalæk við hlið foreldra Guðrúnar. Guðrún og Guðmundur
eignuðust fimm börn sem eru þessi í aldursröð: Drengur f. 1. feb. 1946, lést
aðeins fárra vikna gamall. Gunnar f. 11. júní 1947 starfsmaður Rarik, kvæntur
Björgu Sigurjónsdóttur og eru þau búsett á Hvolsvelli. Þau eiga tvö börn og
fjögur barnabörn. Hákon Mar f. 9. des. 1949, lést 21. júlí 1954. Guðbjörg f.
6. maí 1953 vinnur á tannlæknastofu á Hvolsvelli, gift Sæmundi Holgerssyni.
Þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn og yngstur er Hákon Mar f. 12. júlí 1956,
húsasmíðameistari á Hvolsvelli kvæntur Jónínu Gróu Hermannsdóttur. Börn
Jónínu Gróu og stjúpbörn Hákonar eru tvö. Áður var Hákon kvæntur Halldóru
Kristínu Magnúsdóttur og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn.
Þótt þau Guðrún og Guðmundur hafi sett sig niður á Lambalæk í upphafi
búskapar síns stunduðu þau ekki búskap í eiginlegri merkingu, en voru þó um
tíma með fáeinar kindur og hesta til heimilisbrúks. Þau ræktuðu hins vegar
matjurtir af ýmsum toga og hafa sjálfsagt verið að sumu leiti brautryðjendur
í neyslu grænmetis hér á landi, því slíkt var á þeim tíma ekki algengt á mat-
ardiskum landsmanna. Á Lambalæk gætti Guðrún bús og barna ásamt því að
hjálpa foreldrum sínum við búskapinn meðan Guðmundur sóttir vinnu utan
heimilis, aðallega við húsasmíðar og bílayfirbyggingar.
Árið 1967 brugðu foreldrar Guðrúnar búi og fluttu þau hjónin þá á Hvols-
völl þar sem þau byggðu af stórhug hús sitt og heimili við Stóragerði 19. Þar
héldu þau uppteknum hætti við garðræktina. Garðurinn þeirra var annálaður
fyrir fegurð og fjölbreytni og var þeim ýmis sómi sýndur fyrir natni sína og
myndarskap, m.a. voru þau heiðruð með umhverfisverðlaunum árið 1994 sem
þau kunnu svo sannarlega vel að meta.
Mér er sagt að Guðrún hafi verið söngfugl hinn mesti, söng við öll sín störf
og þá einna helst sálma, enda var hún til margra ára í kirkjukór Hlíðarendakirkju
og þau hjónin bæði. Börn hennar minnast þess að ætíð gekk hún síðust til hvílu
og fyrst til verka, - alltaf syngjandi. Þeim fannst eins og hún svæfi aldrei.
Útför hennar var gerð frá Breiðabólstaðarkirkju 26. júní 2009.
Sr. Önundur Björnsson