Goðasteinn - 01.09.2010, Side 186
184
Goðasteinn 2010
mörgum til góðs. Hún ræktaði garð á Brekkum og eftir að þau Jónast fluttu í hús
sitt á Rauðalæk árið 1980 ræktaði hún þar garð og rósir í gróðurhúsi. Hún rækt-
aði alltaf gott mannlíf í kringum sig og hafði næstum óendanlega þolinmæði.
Hún tók sér margt fyrir hendur, vann á saumastofu Prjónavers á Rauðalæk og
hjá Sláturfélagi Suðurlands og í Sláturhúsinu í Þykkvabæ, oftast í mötuneyt-
inu. Hún var afar handlagin, góð prjónakona, og stofnaði saumastofuna Skúf
á Laugalandi með Salvöru á Arnkötlustöðum upp úr 1990. Hún var í Kvenfé-
laginu Einingu og meðal stofnenda Félags eldri borgara í Rangárvallasýslu. Þau
Jónas voru meðal forystufólksins í Árbæjarsöfnuði og kóræfingarnar voru lengi
haldnar heima hjá þeim. Jónas dó 6. mars 2008.
Alla dó hinn 27. janúar 2009 á Dvalarheimilinu Lundi. Hún var jarðsett frá
Árbæjarkirkju 4. febrúar.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Guttormur Ármann Gunnarsson, Marteinstungu
Guttormur Ármann Gunnarsson, ævinlega kallaður
Manni, fæddist í Marteinstungu í Holtum 24. nóvember
1913, sonur hjónanna þar, Guðrúnar Kristjánsdóttur og
Gunnars Einarssonar. Systkinin voru fjögur, þau Ólöf
Kristjana, tvíburabræðurnir Dagbjartur Kristinn og Gutt-
ormur Ármann og Kristján J.
Æskuheimilið var eitt þessara traustu véa íslenskrar
menningar og stóð á gömlum merg. Þar á heimilinu ríkti
ekki aðeins vinnusemi, heldur einnig vinnugleði, gest-
risni og hlýja.
Það var Manna mikið gæfuspor þegar hann gekk að eiga eftirlifandi eig-
inkonu sína Elke Gunnarsson. Hún kom til Íslands frá Þýskalandi árið 1949,
18 ára gömul, þau felltu strax hugi saman og gengu í hjónaband árið 1950. Þau
eignuðust sex börn en þau eru:1) Hanna Regína, f. 1951, 2) Guðný Kristín, f.
1952, 3) Helga María, f. 1954, 4) Gréta Friðrika, f. 1955, 5) Gunnar, f. 1960, 6)
Áslaug Berta, f. 1966,
Þau hjón voru samtaka bæði í smáu og stóru, stóðu sem einn maður að upp-
eldi barna sinna og höfðu yndi af skepnum og ræktun og öllum hinum fjölþættu
störfum búskaparins. Starfsgleði, verklagni og alúð lýsti sér í heimilisbrag öll-
um og búskaparháttum. Heimilislífið var hamingjuríkt, fjölskyldan öll samtaka
og samrýmd. Á meðan foreldrar Manna voru á lífi átt þau sitt skjól hjá þeim
hjónum.