Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 189
187
Goðasteinn 2010
Hún andaðist á hjúkrunardeild Lundar þann 18. ágúst 2009, þar sem hún
hafði notið umönnunar og hjúkrunar um skamma hríð. Útför hennar fór fram
frá Skarðskirkju 25. ágúst 2009.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Hólmfríður Helgadóttir,
Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík
Hólmfríður Helgadóttir fæddist á Glæsivöllum í
Miðdölum í Dalasýslu 7. mars 1921. Foreldrar hennar
voru hjónin Jósefína Sigurðardóttir frá Dönustöðum í
Laxárdal í Dölum og Helgi Bjarni Jónsson sem fædd-
ur var í Áskoti í Melasveit. Hólmfríður var þriðja í röð
fimm dætra þeirra, og lifði systur sínar allar. Þær voru
Guðrún, Kristín, Halldóra og Þrúður. Foreldrar Hólm-
fríðar bjuggu á Jarðlangsstöðum í Borgarhreppi 1913-
1915 og síðan á Glæsivöllum, en vegna vanheilsu Helga brugðu þau búi 1922
og fluttust til Vestmannaeyja. Settust þau að á Sólvangi við Kirkjuveg þar í bæ,
og sá Jósefína heimilinu farborða ein upp frá því. Í sama húsi bjó einnig Magn-
ús, bróðir Helga ásamt fjölskyldu sinni, og var þar lagður grunnur að sterkum
tengslum frændsemi og vináttu fjölskyldnanna. Þegar fram liðu stundir gekk
Hólmfríður undir nafninu Fríða innan fjölskyldunnar, og því gælunafni fylgdi
einlægt góð tilfinning um gæsku hennar og trygglyndi. Í Sólvangi ólust þær
systur upp við kjör kreppunnar, og lærðist nýtni og nægjusemi eins og kyn-
slóð alþýðufólks bjó við þá og löngum fyrr og síðar. Bernskuleikirnir fléttuðust
saman við hrynjanda lífsbaráttunnar og mynduðu þéttan vef góðra minninga
innan hrings stórbrotinnar náttúru Eyjanna, og glaðlyndi og gagnkvæm um-
hyggjusemi varð systrunum sameiginlegt aðalsmerki sem entist þeim ævilangt,
og sterk tengsl þeirra innbyrðis treystust og efldust eftir því sem árin liðu.
Frá þriggja ára aldri og fram á þrítugsaldur dvaldi Hólmfríður 21 sumar í
röð að Eystri-Hól í Vestur-Landeyjum sem varð að nokkru leyti hennar annað
heimili, og fjölskyldan í Hól var henni mjög náin alla ævi. Var það ævinlega
tilhlökkunarefni meðal barnanna þar, þegar hennar var von með sinn hressandi
blæ og glaðlega viðmót sem ávallt einkenndi hana. Henni var sérlega lagið að
umgangast ungt fólk, og í návist hennar hvarf öll tilfinning fyrir kynslóðabili
og aldursfordómum.
Hólmfríður fór snemma alfarin úr Vestmannaeyjum, settist að í Reykjavík
og átti þar heima til æviloka. Hún vann ýmis störf, var alls staðar vel metin