Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 190
188
Goðasteinn 2010
starfsmanneskja, samviskusöm og vandvirk í öllum verkum sínum, og vinsæl
af samstarfsfólki. Síðast vann hún á kaffistofu röntgendeildar Borgarspítalans,
þar sem hún lauk starfsævi sinni árið 1993.
Hólmfríður giftist 1957 Kristjáni Fr. Kristjánssyni, sölumanni, frá Hvammi
í Dýrafirði. Þau voru barnlaus en Kristján átti af fyrra hjónabandi fjögur börn;
Bergljótu, sem er látin, Birgi, Rósinkrans og Klöru Sjöfn. Kristján féll frá árið
1971. Þau hjón höfðu búið sér heimili að Bólstaðarhlíð 62, og þar átti Hólm-
fríður heima til æviloka. Eftir lát Kristjáns hélt hún heimili með Halldóru systur
sinni, uns hún lést árið 1993. Hólmfríður var fjölskyldu hennar eins og önnur
móðir og amma, enda Fríða dóttir Halldóru fædd á afmælisdegi Hólmfríðar og
ber nafn Fríðu frænku sinnar. Bjó fjölskyldan öll við ríkulegt örlæti hennar og
ástúð fram á síðasta dag.
Hólmfríður var heilsuhraust alla ævi, og kunni vel að njóta góðra gjafa lífs-
ins. Hún var tíguleg kona í fasi, bar sig vel og bjó sig fallega. Hún las talsvert
sér til fróðleiks og afþreyingar, var vel heima í íslenskum bókmenntum, kunni
ógrynni kvæða og vísna og fylgdist glöggt með framvindu þjóðmálanna. Hún
gekk mikið úti við sér til ánægju og heilsubótar, ferðaðist víða, bæði innan
lands og utan, og margvíslegri þekkingu hennar á staðháttum og mannlífi var
við brugðið. Hún ávann sér velvild og vinsældir samferðafólksins sem við hana
kynntist langt út fyrir raðir fjölskyldu sinnar, og hylli hennar meðal vina og
nágranna í stigaganginum í Bólstaðarhlíðinni, og raunar víðar, var öll á eina
lund. Er síst ofsagt að Hólmfríður hafi áreynslulaust lifað lífi sínu með sæmd
og heiðri.
Síðasta árið hrakaði heilsu Hólmfríðar mjög. Hún lést á líknardeild Landa-
kotsspítala 8. september 2009, 88 ára að aldri. Hólmfríður var jarðsungin frá
Fossvogskirkju 17. september, og jarðsett í Fossvogskirkjugarði.
Sr. Sigurður Jónsson
Ingibjörg Charlotta Krüger
Ingibjörg Charlotta Krüger fæddist í Stykkishólmi
14. ágúst 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Arilíus
Gestur Sólbjartsson og Jakobína Helga Jakobsdóttir.
Þeim var 9 barna auðið og var Ingibjörg fimmta í röð-
inni, þau eru: Jakob Kristinn látinn, Bryndís Margrét,
Bergljót Guðbjörg látin, Ólafur Helgi látinn, Jósep
Berent, Sólbjört Sigríður, Bergsveinn Eydal og Jónína
látin.