Goðasteinn - 01.09.2010, Page 191
189
Goðasteinn 2010
Ingibjörg fluttist með fjölskyldu sinni árið 1932 í Svefney, síðar bjuggu þau
í Bjarnarey og loks í Hrappsey. Á þessum árum leið fjölskydlunni vel enda
nóg að bíta og brenna á eyjunum í Breiðafirði, hún bar alltaf sterkar taugar til
eyjanna og heimsótti þær oft. Sem unglingur fór Ingibjörg til Reykjavíkur, hóf
störf á ljósmyndastofu Sigríðar Zoega. Frá 1954-1955 var hún á Staðarfelli
í húsmæðraskóla. Þegar hún kom þaðan byrjaði hún að vinna á Saumastofu
Lárusar G. Lúðvíkssonar, síðar varð hún þar verkstjóri enda afburða dugleg og
samviskusöm.
Ingibjörg giftist Ragnari Krüger þann 7. mars 1959. Ragnar fæddist 29.
október 1932, foreldrar hans voru Haraldur Georg Kristján Krüger og Kristjana
Koncordía Jóhannesdóttir. Ingibjörg og Ragnar eignuðust tvö börn, þau eru:
Agnes Charlotta fædd 7. júlí 1964. Sambýlismaður Agnesar er Gunnar Björn
Eyjólfsson fæddur 1960. Börn þeirra eru: Stefanía Ósk, Ólafur Bjarni, Krist-
ín Helga og Guðbjörg Elín. Fyrir átti Agnes tvær dætur: Inga Ragna Gunn-
arsdóttir og Elisabeth Patriarcha. Stefán Hafþór fæddur 1966, hann lést 30.
janúar 1994. Þau Ingibjörg og Ragnar hófu búskap í Reykjvík en fluttust svo í
Skólagerði í Kópavogi. Heimili þeirra naut gestrisni Ingibjargar enda nóg hús-
og hjartarými.
Ingibjörg vann heima meðan börnin voru að komast á legg, síðar hóf hún
störf á Ljósprentunarstofu sem þau hjónin festu kaup á og unnu þar bæði um
árabil. Þau hjónin höfðu gaman af að ferðast um landið og gerðu mikið af því
m.a. inn á fjöll og ávallt með tjaldið með sér, á seinni árum fóru þau í ferðir
erlendis. Ragnar lést 26. október 1995. Eftir andlát hans hóf Ingibjörg störf hjá
Myllunni og fluttist í Ástún.
Ingibjörg var rösk og dugleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, var mikil og
góð saumakona, átti iðnaðarsaumavélar og tók að sér saumaskap heima. Hún
fór daglega í gönguferðir, var létt á fæti og hraust. Hún hafði mikið dálæti á
dansi og söng, dönsuðu þau hjónin oft. Hún sótti myndlistanám og hafði gaman
af að fylgjast með íþróttum og kappleikjum í sjónvarpinu. Ingibjörg var kát
og veittu barnabörnin henni sérstaka ánægju en þau voru mjög hænd að henni
einkum eftir að hún fluttist austur í Rangárvallasýslu að Sunnuhvoli.
Í kringum 2000 fór að bera á sjúkdómi Ingibjargar og um 2004 fluttist hún á
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lund á Hellu þar sem hún lést 9. nóvember 2009,
var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 18. nóvember 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir