Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 192
190
Goðasteinn 2010
Ingunn Sveinsdóttir frá Grjótá
Ingunn Sveinsdóttir fæddist á Grjótá í Fljótshlíð 7.
maí 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á
Stokkseyri 23. febrúar 2009. Foreldar hennar voru hjón-
in Sveinn Teitsson, f. 1879, d. 1955, bóndi á Grjótá í og
Vilborg Jónsdóttir, f. 1888, d. 1966, húsfreyja á Grjótá
og síðar á Eyrarbakka. Systkini Ingunnar eru a) Þórunn,
f. 1913, d. 1914, b) Teitur, f. 1917, c) Valgerður, f. 1921,
d. 2005 og d) Helga, f. 1925, d. 1992.
Maður Ingunnar var Kjartan Guðjónsson bóndi á
Grjótá, f. 1913, d. 2000, ættaður frá Voðmúlastöðum í V.-Landeyjum. Ingunn
og Kjatan voru barnlaus.
Ingunn og Kjartan hófu búskap í Fljótshlíð og tóku við búi foreldra Ingunn-
ar á Grjótá og bjuggu þar til ársins 1959 en þá fluttust þau til Eyrarbakka og
bjuggu þar í húsi sem nefnt var Sandprýði. Síðustu árin var Ingunn til heimilis
á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka og frá miðju ári 2008 á hjúkrunar-
heimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Á báðum fyrrnefndu stöðunum naut hún
góðs viðurværis og umönnunnar.
Ingunn var mikil húsmóðir, vandvirk, skipulögð og hreinleg. Hún gekk að
öllum störfum sínum af skyldurækni og alúð meðan heilsa og kraftar leyfðu
og jafnvel lengur. Trúmennska, yfirvegun, þolinmæði og alvara voru áberandi
einkenni í hennar fari, á lífsviðhorfi hennar og breytni allri, sömuleiðis gestrisni
sem var henni hjartans mál.
Hún ræktaði garðinn sinn í víðustum skilningi þess orðs. Það bar ekki svo
gesti að garði að veisluborð væri ekki fulldekkað áður en menn höfðu snúið sér
við, kökur af öllum stærðum og gerðum, smurbrauð eða annar matur á borðum.
Það sem kannski var merkilegast þessa var að hún gat borið fram veislumat
fyrir alla búinn til úr litlu. Ekki var garðurinn hennar síður til að gleðja gests
auga og gangandi hvort heldur var á Grjótá eða Sandprýði.
Útför hennar var gerð frá Hlíðarendakirkju 28. febrúar 2009.
Sr. Önundur Björnsson