Goðasteinn - 01.09.2010, Page 193
191
Goðasteinn 2010
Jón Kristinsson Lambey
Jón Kristinsson fæddist á Húsavík 16. nóvember 1925
sonur Kristins Jónssonar kaupmanns og konu hans Guð-
bjargar Óladóttur. Þess má geta að Guðbjörg var systir
Árna Óla, fræðimanns og ritstjóra Lesbókar Morgun-
blaðsins í áratugi. Sonur Árna Óla var Atli Már, auglýs-
ingateiknari og listmálari og má því ætla að í móðurætt
Jónda sé sú listræna æð sem hann bjó að og nokkur barna
hans. Kristinn faðir Jónda var hinsvegar sonur séra Jóns
Arasonar, Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði, bróð-
ur séra Matthíasar skálds. Ætternið er því ekki einvörðungu þingeyskt, heldur
einnig vestfirskt.
Á sínum yngri árum var Jóndi afar liðtækur íþróttamaður, einkum bar hann
af í hástökki og langstökki og átti mörg góð met á landsmótum ungmenna-
félaga. Hann var fótafimur og dansari góður sem áreiðanlega hefur fallið í góð-
an jarðveg kvenna.
Sem barn og unglingur var Jóndi síteiknandi. Hann fór ungur í skóla á Akur-
eyri, þar sem hann varð gagnfræðingur frá M.A. og síðar lauk hann námi í 4.
og 5. bekk. Allan þann tíma var hann sífellt að teikna og með þeim árangri að
hróður hans barst suður yfir heiðar til Reykjavíkur.
Þegar þarna var komið sögu var þar maður sem hét Gunnar Bachmann og
var loftskeytamaður í Reykjavík. Sá hafði víða farið og haft augun opin. Í París
tók hann eftir auglýsingabók með sjálfvirkri flettingu og leizt svo vel á hug-
myndina að hann vildi reyna hana í búðarglugga í Reykjavík. Enginn þótti þá
betur til þess fallinn að teikna smellnar auglýsingar en Tryggvi Magnússon,
landskunnur fyrir skopteikningar sínar af Jónasi frá Hriflu og öðrum lands-
feðrum í Speglinum. Tryggvi teiknaði í Rafskinnu í áratug en varð þá að hætta
sökum vanheilsu. Þá var það að Gunnar Bachmann frétti með einhverjum hætti
af ungum manni norðan heiða. Þarf ekki að orðlengja að Jóndi fékk tilboð,
sem þótti girnilegt og hann sló til. Það var svo um samið að Jóndi teiknaði 130
auglýsingar á ári, sem er heilmikið verk; hann varð að unga út liðlega tveimur
í viku hverri og það gerði hann í heil 15 ár.
Jóndi var sjálfmenntaður bæði í auglýsingateikningu og myndlist en bjó að
ríkulegri náttúrugáfu. Alls teiknaði Jóndi um 2000 auglýsingar í Rafskinnu.
Á Rafskinnuárunum endurnýjuðust kynni hans og Ragnhildar Sveinbjarn-
ardóttur, skólasystur hans úr M.A., en hún hafði eftir stúdentspróf ráðið sig til
skrifstofustarfa í Reykjavík. Þau voru gefin saman í Breiðabólstaðarkirkju 1.
janúar 1950. Ragnhildur fæddist 25. mars 1927 í Laufási við Eyjafjörð, dóttir