Goðasteinn - 01.09.2010, Page 196

Goðasteinn - 01.09.2010, Page 196
194 Goðasteinn 2010 eftir var búskap hætt og erfiðast var þá fyrir Jón að kveðja dýrin og Rasmus, hundinn sinn. Þetta sama ár kynntist hann Kristínu Ragnheiði Magnúsdóttur frá Flateyri, sem var við störf í Skógum. Giftust þau ári síðar og byrjuðu sinn búskap á Flat- eyri og fluttu stuttu síðar til Reykjavíkur. Þau eignuðust 4 börn, Sigurð sem fæddist 1967, en dó 1969 úr ólæknandi sjúkdómi, 1970 fæddust tvíburarnir Guðrún og Sigurður og 1972 fæddist Magnús. Kristín og Jón slitu samvistir og eftir það átti Jón heimili með móður sinni og Margréti systur sinni og fjölskyldu hennar fyrst að Óðinsgötu 19 í Reykjavík, síðan eignaðist hann íbúð að Þórsgötu 7 og síðar að Óðinsgötu 17. Jón hafði mætt erfiðu lífshlutskipti og tókst á við það með þungbærum hætti, sem var honum sjálfum, ættingjum hans og ástvinum sársaukafullt, því hann réð ekki við veikindi sín og aðstæður. Hann stundaði sína verkamannavinnu af sam- viskusemi meðan hann hafði heilsu til og vildi engum skulda og öllum hjálpa. Börn systra hans voru honum afar kær og hann fylgdist með börnum sínum og síðar barnabörnum, sem hann var stoltur af. Hann var góður söngmaður með fallega tenórrödd. 2008 flutti hann að Grund og andaðist á sjúkradeild Grundar 18. september 2009. Útför hans fór fram frá Eyvindarhólakirkju 26. september. Sr. Halldór Gunnarsson Kjartan Ólafsson, Stúfholti Kjartan var fæddur á Skriðnesenni í Bitru í Stranda- sýslu 1. nóvember 1917, yngstur barna foreldra sinna þeirra Ólafs Indriðasonar frá Hvoli í Saurbæ og Guð- rúnar Lýðsdóttur frá Skriðnesenni. Guðrún og Ólafur eignuðust 9 börn, tveir drengir létust í æsku en systk- inin sjö sem upp komust voru í aldursröð: Anna Jak- obína, Margrét, Eggert, Efemía, Anna María, Ingiríður Elísabet, og yngstur var Kjartan. Að upplagi var Kjartan músíkalskur og hafði afar góða söngrödd, svo góða að margir höfðu á orði, að hann ætti að læra söng. Fyrstu harmonikuna sína fékk hann um tvítugsaldurinn og síðar eignaðist hann góðan grip og með henni átti hann eftir að halda upp heilu dansiböllunum í Dölunum og vestur á Barðaströnd í mörg ár. Sem ungur maður hafði hann mikinn áhuga á hestum og átti jafnan góða hesta og var laginn tamningamaður, tók gjarnan að sér fola og unga hesta í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.