Goðasteinn - 01.09.2010, Page 196
194
Goðasteinn 2010
eftir var búskap hætt og erfiðast var þá fyrir Jón að kveðja dýrin og Rasmus,
hundinn sinn.
Þetta sama ár kynntist hann Kristínu Ragnheiði Magnúsdóttur frá Flateyri,
sem var við störf í Skógum. Giftust þau ári síðar og byrjuðu sinn búskap á Flat-
eyri og fluttu stuttu síðar til Reykjavíkur. Þau eignuðust 4 börn, Sigurð sem
fæddist 1967, en dó 1969 úr ólæknandi sjúkdómi, 1970 fæddust tvíburarnir
Guðrún og Sigurður og 1972 fæddist Magnús.
Kristín og Jón slitu samvistir og eftir það átti Jón heimili með móður sinni og
Margréti systur sinni og fjölskyldu hennar fyrst að Óðinsgötu 19 í Reykjavík,
síðan eignaðist hann íbúð að Þórsgötu 7 og síðar að Óðinsgötu 17. Jón hafði
mætt erfiðu lífshlutskipti og tókst á við það með þungbærum hætti, sem var
honum sjálfum, ættingjum hans og ástvinum sársaukafullt, því hann réð ekki
við veikindi sín og aðstæður. Hann stundaði sína verkamannavinnu af sam-
viskusemi meðan hann hafði heilsu til og vildi engum skulda og öllum hjálpa.
Börn systra hans voru honum afar kær og hann fylgdist með börnum sínum og
síðar barnabörnum, sem hann var stoltur af. Hann var góður söngmaður með
fallega tenórrödd.
2008 flutti hann að Grund og andaðist á sjúkradeild Grundar 18. september
2009. Útför hans fór fram frá Eyvindarhólakirkju 26. september.
Sr. Halldór Gunnarsson
Kjartan Ólafsson, Stúfholti
Kjartan var fæddur á Skriðnesenni í Bitru í Stranda-
sýslu 1. nóvember 1917, yngstur barna foreldra sinna
þeirra Ólafs Indriðasonar frá Hvoli í Saurbæ og Guð-
rúnar Lýðsdóttur frá Skriðnesenni. Guðrún og Ólafur
eignuðust 9 börn, tveir drengir létust í æsku en systk-
inin sjö sem upp komust voru í aldursröð: Anna Jak-
obína, Margrét, Eggert, Efemía, Anna María, Ingiríður
Elísabet, og yngstur var Kjartan.
Að upplagi var Kjartan músíkalskur og hafði afar
góða söngrödd, svo góða að margir höfðu á orði, að hann ætti að læra söng.
Fyrstu harmonikuna sína fékk hann um tvítugsaldurinn og síðar eignaðist
hann góðan grip og með henni átti hann eftir að halda upp heilu dansiböllunum
í Dölunum og vestur á Barðaströnd í mörg ár.
Sem ungur maður hafði hann mikinn áhuga á hestum og átti jafnan góða
hesta og var laginn tamningamaður, tók gjarnan að sér fola og unga hesta í