Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 197
195
Goðasteinn 2010
tamningu sem aðrir voru gengnir frá og þótti það ekki leiðinlegt að gera þá að
góðum reiðskjótum.
Hann hóf búskap með foreldrum sínum á Melum árið 1943 og keypti nokkr-
um árum seinna Hvammsdal í Saurbæjarhreppi, sem þá þótti afbragðs fjárjörð.
Þau bundust heit- og tryggðarböndum hann og eiginkona hans Halldóra Jó-
hannesdóttir frá Hvammsdalskoti f. 7. ágúst 1934 og gengu þau í hjónaband á
afmælisdegi hennar 1950. Það duldist engum sem til þekktu að þau Halldóra
og Kjartan voru samhent og sambúð þeirra og umhyggja hvors til annars var
einlæg og aðdánarverð. Þau hófu búskap í Hvammsdal og bjuggu þar allt til árs-
ins 1964 að þau flutti um eins árs skeið á Akranes þar sem Kjartan starfaði hjá
Rörasteypunni og síðan að Laxárnesi í Kjós þar sem þau bjuggu í 13 ár, en þá
festu þau kaup, árið 1978, á jörðinni Stúfholti hér í Holtum. Halldóra lést þann
8. september 2000. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, en þau eru: Guðrún f. 1952,
Höskuldur f. 1958 og Guðbrandur f. 1964.
Vinna og eljusemi voru frá upphafi aðal þeirra Kjartans og Halldóru, þau
misstu aldrei sjónar af markmiði sínu og stóðu saman í lífsbaráttunni svo aðdá-
unarvert var. Allsstaðar hafa þau búið góðu búi og þau annáluð fyrir gestrisni og
myndarskap. Snyrtimennska og smekkvísi jafnt utan bæjar sem innan bar hús-
ráðendum fagurt vitni. Á meðan foreldrar Kjartans voru á lífi áttu þau sitt skjól
hjá þeim hjónum og umönnun og aðhlynning þeirra á þeirra efri árum, þótti svo
sjálfsögð og eðlileg að ekki þurfti að færa í orð.
Kjartan var farsæll bóndi. Næm tilfinning fyrir gróðri og skepnum var hon-
um eðlislæg. Hann byggði upp af miklum dugnaði og allt blómgaðist og lýsti
af fyrirhyggu og forsjálni. Hann var óragur að tileinka sér nýjungar, fljótur að
taka upp rúlluheybindingaraðferðina þegar hún ruddi sér til rúms, og hafði allt-
af áhuga á vélum og framförum í þeim geiranum. Hann sá bú sitt vaxa og tún
breiðast út. Síðustu árin naut hann þess að draga sig í hlé frá mestu önnunum
og láta búið í Stúfholti alfarið í hendur barna sinna Guðrúnar og Höskuldar, þó
síst drægi hann sig í hlé, því það var honum ómögulegt, jafn starfsamur og hann
ævinlega var.
Hógværð Kjartans og ljúflyndi setti svip á allt dagfar hans og framkomu, og
hann hafði mikið yndi af gestakomum, því heimilið var rausnargarður og jafnan
glatt á hjalla þegar gesti bar að garði enda Kjartan gefandi í allri umgengni.
Allt fram á andlátsstund hélt hann andlegu atgerfi, minni og áhuga, fylgdist
með þjóðmálum og spurði frétta úr nærsveitum. Hann andaðist á sjúkrahúsi
Selfoss eftir tveggja daga dvöl þar hinn 3. okt. sl. Útför hans fór fram frá Haga-
kirkju 17. október 2009.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir