Goðasteinn - 01.09.2010, Page 201
199
Goðasteinn 2010
Magnús lést á heimili sínu hinn 31. júlí 2009 og var útför hans gerð frá
Reyniskirkju í Mýrdal 7. ágúst 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Oddgeir Guðjónsson Tungu
Oddgeir Guðjónsson fæddist í Tungu í Fljótshlíð
4. júlí árið 1910. Hann lést á Kirkjuhvoli aðfararnótt
14. ágúst 2009 á hundraðasta aldursári. Foreldrar hans
voru hjónin Guðjón Jónsson, bóndi í Tungu og Ingilaug
Teitsdóttir húsfreyja. Börn þeirra hjóna og systur Odd-
geirs eru Guðrún f. 1908, d. 2001, Sigurlaug f. 1909 og
Þórunn f. 1911.
Oddgeir var næmur og greindur frá fyrstu tíð og
hefði vafalaust farið létt með langskólanám hefði hug-
ur hans og aðstæður staðið til þess. En raunin varð hins
vegar sú að hin eiginlega skólaganga var fremur fábrotin eins og flestra annarra
unglinga á þessum árum. Aðeins farskólanám í fimm vetur, tvær vikur í þæg-
indalitlu þinghúsi sveitarinnar, síðan ein vika í frí og sú næsta í kennslu.
Ungur að árum réðst Oddgeir í vinnumennsku m.a. að Breiðabólstað til sr.
Sveinbjarnar Högnasonar og konu hans. En við Breiðabólstað tók hann miklu
ástfóstri, ekki síst kirkjuna, sem hann tók m.a. þátt í að endurnýja á árunum
1994 til 1995 og annaðist hana reyndar alla tíð.
Oddgeir, eins og margir ungir menn úr Rangárþingi, fór á vertíð til Eyja.
Þegar hann var þar á vertíð á Tanganum hjá Gunnari Ólafssyni útgerðarmanni
var í Eyjum ung kona við verslunarstörf, Guðfinna Ólafsdóttir frá Syðra-Velli
í Flóa í Árnessýslu. Með þeim tókust ástir sem leiddi þau upp að altarinu hér
í Breiðabólstaðarkirkju 2. maí 1942, Guðfinna þá tæplega tvítug og Oddgeir
32 ára, en hún var fædd 19. júlí 1922. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Sveins
Sveinssonar bónda á Syðra-Velli í Flóa og Margrétar Steinsdóttur húsfreyju.
Guðfinna var bráðkvödd 28. ágústs 2008. Þau stofnuðu heimili sitt í Tungu og
voru þar bændur til ársins 1991 en þá brugðu þau búi og fluttu út á Hvolsvöll
hvar þau bjuggu æ síðan.
Friðardaginn 8. maí 1945 þegar langþráður friður brast á eftir 6 ára heim-
styrjöld fæddist þeim frumburðinn, stúlkubarn sem fékk nafnið Guðlaug. Hún
er gift Sigurði Sigurðssyni húsasmíðameistara. Þeirra börn eru Elín Rósa f.
1967 og Sigurður Oddgeir f. 1972. Hinn 9. janúar 1951 fæddist hjónunum í
Tungu sveinbarn sem hlaut nafnið Ólafur Sveinn. Hann er búsettur í Ayton í