Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 202
200
Goðasteinn 2010
Skotlandi, kvæntur Fionu McTavish. Synir þeirra eru Geir, f. 1988 og Brynjar,
f. 1989. Ólafur var áður kvæntur Elínu Margréti Jóhannsdóttur. Dætur þeirra
eru Hulda, f. 1970 og Berglind, f. 1976.
Tunga í Fljótshlíð hefur í gegnum tíðina verið mikið menningarheimili og
enn efldist það á þeim vettvangi þegar Guðfinna og Oddgeir gerðust þar hús-
bændur. Bæði hjónin lögðu mikið upp úr því að hvetja börn sín til mennta og
dáða og gættu þess að miðla þeim af þekkingu sinni og reynslu enda víðlesin og
fróð um ýmsa þætti mannlífs, lista og bókmennta. Árangurinn hefur sýnt sig og
sannað og því má bæta við að þau fylgdust af kostgæfni með þessum vænlega
mannkostahópi, sama hvar í heimi þau voru niðurkomin.
Oddgeir var handverks- fræðimaður af Guðs náð. Hann stundaði fræði-
mennsku sína af mikilli nákvæmni og hafði með einhverjum óskiljanlegum
hætti tileinkað sér aðferðarfræði og vinnubrögð menntuðustu fræðimanna,
nálgaðist viðfangsefni sín með stækkunnargleri þróaðrar gagnrýni og af slíkri
þekkingu að oft varð vart að verki betur staðið. Það virtist koma út á eitt hvort
hann vann að ættfræðirannsóknum, Njálssögu, þjóðlegum fróðleik eða skrán-
ingu örnefna; flest var það svo vel af hendi leyst að vinnubrögðin standast flest-
an samanburð lærðustu manna.
Oddgeir þekkti hverja þúfu og hvern stein í Hlíðinni og víðar, var vel kunn-
ugur leiðum, landslagi og kennileitum, þekkti örnefni og sögu staða og ritað
nákvæmar lýsingar á staðháttum; hafði oftsinnis rölt og riðið hér um, farið í
leitir á fjall, um heiðarnar og Krókinn.
Hann þekkti kirkjugarðinn á Breiðabólstað öðrum mönnum betur og sögu
ótölulegs fjölda þeirra sem hér hvíla.
Oddgeir var hagyrðingur og samdi ljóð sem birst hafa m.a. í bókinni Rang-
æsk ljóð og víðar. Hann jafnvel samdi lög, bæði við eigin texta og annarra.
Ekki veit ég hvort hugur Oddgeirs hafi beinlínis staðið til búskapar þótt þau
hafi orðið örlög hans. Ég hygg að hann hefði fremur kosið sér þann kost að læra
trésmíðar, enda háttaði málum þannig til að þegar Eyvindur Albertsson, ung-
ur maður frá Teigi, unnusti Guðrúnar systur Oddgeirs drukknaði 1936, hafði
Oddgeir gengið frá námssamningi við trésmið í Hafnarfirði. Til hafði staðið að
Guðrún og Eyvindur tækju við Tungubúinu af Guðjóni og Ingilaugu en sem
eðlilegt var breyttust þær fyrirætlanir við þetta sviplega slys. Þá lá beinast við
að eini sonurinn tæki við búinu og gekk það eftir.
Oddgeir var gamansamur og gat hent á lofti flöt tækifæri sem hann lífgaði
hraustlega upp á með tilsvari.
Oddgeir var mikill félagsmálamaður, ötull og ósérhlífinn til slíkra starfa svo
sem annars sem hann tók að sér. Hann var hreppstjóri Fljótshlíðarhrepps, sat í