Goðasteinn - 01.09.2010, Page 205
203
Goðasteinn 2010
öllum bæjum í Rangárvallasýslu sem birtust í bókaröðinni Sunnlenskar byggð-
ir. Ottó fékkst talsvert við að endurvinna og handmála gamlar ljósmyndir.
Útför hans fór fram frá Stórólfshvolskirkju 6. júní 2009.
Sr. Önundur Björnsson
Ólafur Tryggvi Jónsson, Hemlu
Ólafur Tryggvi Jónsson var fæddur í Hólmi í Austur
Landeyjum hinn 29. maí 1922. Foreldrar hans voru
hjónin Jón Árnason bóndi að Hólmi og Ragnhildur
Runólfsdóttir húsfreyja.
Ólafur naut hefðbundinnar menntunar eins og hún
gerðist til sveita þessa lands í þann tíma. Þegar hann
var um tvítugt hélt hann til Reykjavíkur til náms í mál-
araiðn, lauk Iðnskólanámi og öðlaðist meistararéttindi í
greininni árið 1949. Í framhaldi námsloka sinna stofn-
aði hann fyrirtækið Almennu húsamálunina s.f. ásamt
félögum sínum, þeim Hjálmari Kjartanssyni og Ástvaldi Stefánssyni, sem báðir
voru málarmeistarar. Þeir eru nú allir fallnir frá. Rekstur fyrirtækisins gekki í
alla staði vel, enda dugandi menn sem að því stóðu.
Þegar þeir félagar höfðu rekið fyrirtæki sitt um nokkurra ára skeið tóku
einkamál Ólafs að skýrast og framtíðin þar með. Því háttaði þannig til að í
Reykjavík á þessum sama tíma var ung kona, Magnea Helga Ágústsdóttir frá
Hemlu, við nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Þau voru reyndar kunnug hvort
öðru héðan að austan, en með þeim tókust náin kynni og þeir kærleikar sem
leiddi þau upp að altarinu hinn 26. nóv. 1949.
Magnea Helga Ágústsdóttir var fædd í Hemlu í Vestur Landeyjum hinn 16.
jan. árið 1926. Hún lést hinn 28. sept. 1998 eftir langvarandi veikindi. Foreldrar
hennar voru hjónin Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja frá Vatnsdal í Fljótshlíð
og Ágúst Andrésson bóndi í Hemlu.
Ólafur og Magnea eignuðust tvö börn: Ágúst Ingi f. 1949, kvæntur Sóleyju
Ástvaldsdóttur. Börn Ágústar Inga og Sóleyjar eru: Sigrún Ástvaldur Óli og
Magnús. Yngra barn Ólafs og Magneu er Ragnhildur f. 1950, gift Sæmundi
Sveinbjörnssyni. Þeirra börn eru: Sveinbjörn og Ingibjörg. Barnabörn Magneu
og Ólafs eru fimm og barnabarnabörnin orðin átta.
Árið 1956 seldi Ólafur sinn hlut í fyrirtækinu og tóku þau hjónin sig upp og
fluttu frá Reykjavík með börnin sín tvö til að stofna nýbýli í Hemlu 2, en þá