Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 206
204
Goðasteinn 2010
hugðust Hemluhjónin, þau Ágúst, faðir Magneu og síðari konu hans, Kristínu
Skúladóttur frá Keldum, minnka við sig og draga úr búskap.
Þegar heim í Hemlu var komið tóku þau Ólafur og Magnea til óspilltra mál-
anna um uppbyggingu jarðarinnar, jafnt húsakosts sem ræktunar og við þá upp-
byggingu dróg hvorugt þeirra af sér fyrr en allt var fyrsta flokks, hagar, tún,
gripahús og heimili. Svo vel tókst þessum ungu samhentu hjónum til að orð var
á gert.
Í Hemlu var rekinn hefðbundinn búskapur af myndarbrag undir styrkri stjórn
Magneu og Ólafs, fyrirmyndar búskapur eins og þar hafði tíðkast ávallt áður.
Ólafur var hesta- og tamningamaður góður, átti tíðast mörg og góð hross og
hafa hestar frá Hemlu verið af góðu kunnir um land allt.
Alla tíð stundaði Ólafur málaraiðn sína meðfram búskapnum. Hann sat um
tíma í sveitarstjórn V.-Landeyja, var deildarstjóri Sláturfálgs Suðurlands um
árabil og sinnti þá einkum uppgjöri á afurðum bænda í V.-Land.
Ólafur hafði mikið yndi af hrossunum og fór í margar hestaferðir bæði einn
og með öðrum. Fór m.a. þó nokkrar ferðir með Eyfellingum austur í Skafta-
fellssýslu, Þórsmörk og víðar. Þá var oft farið í styttri ferðir í Landeyjarnar
með Kalla í Ey og fleirum. Var oft á tíðum með marga hesta til reiðar. Einn eft-
irminnilegasti hestur Ólafs var Kári, móálóttur stóðhestur sem hann gat nánast
talað við. Svo skynsamur var hann.
Ólafur og Magnea brugðu búi árið 1995 og fluttu þá heimili sitt á Hvolsvöll.
Ólafur varð fyrir slysi í september árið 2000 og var vart hugað líf en náði
þó allgóðri heilsu að nýju og hefur lengst af síðan búið á Hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Lundi á Hellu. Hann lést 3. des. 2009 og fór útför hans fram frá
Breiðabólstaðarkirkju 11. des. 2009.
Sr. Önundur Björnsson
Óskar Guðjónsson
Óskar Guðjónsson fæddist á Efri Steinsmýri í Með-
allandi 14. maí 1933. Foreldrar hans voru hjónin Kristín
Sveinsdóttir frá Melhól í Meðallandi og Guðjón Bjarna-
son frá Efriey í Meðallandi. Óskar var næst yngstur fimm
systkina, hin eru: Vilborg fædd 1928, hún lést 2007,
Sveinn fæddur 1930, Bjarni fæddur 1931 og Gróa fædd
1935.
Frá fæðingarheimili sínu fluttist Óskar með fjölskyldu
sinni að Sandaseli einnig í Meðallandi, síðar að Galt-