Goðasteinn - 01.09.2010, Page 207
205
Goðasteinn 2010
arholti og loks að Uxahrygg. Hann fór á vertíðir til Vestmannaeyja, vann við
byggingavinnu og búskap. Hans hugðarefni og aðalatvinna var jarðvinnsla. Á
því hafði hann mikinn áhuga, átti góð tæki og vélar til vinnunnar, fór víða um
enda vandvirkur. Hann var einnig með töluverða kartöflurækt í Uxahrygg sem
átti vel við hann.
Óskar átti hóp trygga vini enda traustur sjálfur, hann var greiðvikinn og gott
að leita til. Hann var glaðvær, hafði gaman af góðum söng og sérstaklega karla-
kórum og söng stundum sjálfur. Fjallaferða naut hann sérstaklega og fór oft
með sveitungum sínum á fjall.
Fyrir um tólf árum veiktist Óskar og flutti í framhaldinu á Hjúkrunar- og
dvalarheimilið Lund á Hellu. Þegar þangað var komið tók hann hlutskipti sínu
vel og hafði það gott á Lundi. Hann lést á Lundi 8. mars 2009.
Það er ákveðinn léttir og lausn þegar þreyttur líkami kveðjur þessa jarðvist,
þegar baráttu við óvinnandi veikindi er lokið. Sá tími er ekki syrgður heldur
tími þeirra daga sem voru fullir af sólskini, söng, glettni og glaðværð, þakkað
er fyrir allar slíkar stundir, minningar varðveittar og þau sem eftir sitja eru rík-
ari, vegna kynna við þann góða dreng sem kvaddur er, því líf hans og starf gaf
vinum og fjölskyldu eitthvað dýrmætt og gott.
Útför Óskar var gerð frá Oddakirkju 14. mars 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Ragnheiður Egilsdóttir
Ragnheiður Egilsdóttir fæddist í Reykjavík 20. júlí
1946. Foreldrar hennar voru Egill Gestsson og Arnleif
Steinunn Höskuldsdóttir. Ragnheiður ólst upp í Reykja-
vík, gekk þar í barnaskóla og lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Hún var næst-
yngst fjögurra systina, þau eru í aldursröð: Örn fæddur
1937, Höskuldur fæddur 1943, hann er látinn og Mar-
grét Þórdís fædd 1955, hún er látin.
Ragnheiður giftist hinn 30. nóvember 1963 eftirlif-
andi eignmanni sínum Lárusi Svanssyni fæddur 18. nóvember 1942. Foreldrar
hans voru Svanur Lárusson og Gunnþórunn Stefánsdóttir. Ragnheiður og Lárus
eignuðust þrjá syni, þeir eru: egill fæddur 1964, eiginkona hans er Rúna Pét-
ursdóttir, börn þeirra eru: Jökull Alexander, Ragnheiður Þóra og Hekla. Fjöl-
skyldan er búsett í Ástralíu. Höskuldur Örn fæddur 1969, sonur hans er Sævar