Goðasteinn - 01.09.2010, Page 208
206
Goðasteinn 2010
Leon, móðir hans er Steinþóra Sævarsdóttir. svanur sævar fæddur 1972, eig-
inkona hans er Ragnhildur Erla Hjartardóttir, dóttir þeirra er Margrét Rós.
Um ævina vann Ragnheiður ýmis störf. Fjölskyldan fluttist árið 1971 í
Gunnarsholt og bjó um tíma á Rangárvöllum. Þá vann Rangheiður við mötu-
neyti Hagvirkis við Hrauneyjafossvirkjun, Sultartanga og Kvíslaveitur. Þessi
starfsár voru henni mjög ánægjuleg og naut hún verunnar á fjöllunum enda
var hún mikil fjallakerling. Á árunum 1986-1994 starfaði hún sem læknaritari
við krabbameinsdeild Landspítalans, eftir það fluttu þau hjónin til Breiðdals-
víkur. Þar var hún verslunarstjóri Kaupfélagsins, fyrsti forstöðumaður dagvist-
unar aldraðara og síðar læknaritari á Heilsugæslustöð Breiðdalsvíkur. Hún var
einnig um tíma formaður Lionsklúbbsins Svans á Beiðdalsvík. Frá Beiðdalsvík
fluttust Ragnheiður og Lárus á Hellu árið 2005.
Ragnheiður var rausnarleg á gæsku sína og gæði öðrum til handa. Hún lagði
sig alla ævi fram um að sjá til þess að öðrum liði vel, ekki tók því að hafa áhggj-
ur af henni enda komu þær ekki til tals. Margir gátu til hennar leitað og átt hjá
henni trúnaðarsamtal enda var hún hlustandi og andlegur leiðtogi margra vina
sinna og kunningja, traust og góð. Hún var ákveðin kona og staðföst í uppeldi
barna sinna og samskiptum við aðra. Hún var einnig mjög hreinskilin og sagði
nákvæmlega hreint út það sem henni lá á hjarta. Aldrei skorti neitt á kærleikann
og gleðina sem því fylgdi að eiga hana að sem móður, ömmu og tengdamóður
enda var hún alltaf sem klettur við hlið fjölskyldu sinnar og vina.
Eftir stutt veikindi lést Ragnheiður á heimilinu sínu á Fossöldu 7 á Hellu
12. ágúst 2009. Útför hennar var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 21. ágúst
2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Rannveig Júlíana Baldvinsdóttir
Rannveig Júlíana Baldvinsdóttir fæddist í Ólafs-
firði 22. ágúst 1933. Hún var dóttir hjónanna Baldvins
Guðna Jóhannessonar sjómanns og Sigfríðar Björns-
dóttur. Rannveig var fjórða í röð sjö barna þeirra hjóna
en Sigrfríður átti þrjá syni frá fyrra hjónabandi sínu,
hafði misst fyrri mann sinn eftir stutta sambúð.
Árið 1953 lagði Rannveig leið sína allar götur hingað
til Hvolsvallar og réði sig í vinnu til Guðjóns Jónssonar
matreiðslumanns sem þá rak hér matsölu. Þar var þá
kostgangari meðal margra annarra ungur maður frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöll-