Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 210
208
Goðasteinn 2010
Rannveig lést 12. desember og fór útför hennar fram frá Stórólfshvolskirkju
19. desember 2009 og var hún jarðsett í Akurskirkjugarði.
Sr. Önundur Björnsson
Sigríður Pálsdóttir
Sigríður Pálsdóttir fæddist 21. janúar 1926 á Stóru
-Völlum á Landi, dóttir hjónanna Páls Jónssonar frá
Ægissíðu og Sigríðar Guðjónsdóttur frá Stóru Völlum.
Sigríður var alin upp á Stóru -Völlum á Landi í stórum
hópi systkina, hún var þriðja í röð 12 systkina sem eru
í aldursröð: Jens Ríkharð, Jón, hann er látinn, tvíbur-
arnir Óðinn og Þór, sem er látinn, Vallaður, hann er lát-
inn, Gunnur, Þýðrún, tvíburasystkin Atli og Ragnheiður,
Ása og Guðrún. Þar sem Sigríður var elst systra sinna
kom það í hennar verkahring að bera ábyrgð og hjálpa til við heimilis- og upp-
eldisstörf. Sem barn fylgdi hún mikið ömmu sinni og mömmu eftir, lærði margt
af þeim m.a. einstakan flatkökubakstur. Sigríður var nautsterk og gerði það að
gamni sínu að leggja strákana að velli í leikjum á æskuárum sínum. Hún fór
sem unglingur til vinnu á bæjum í sveitinni og vann á saumastofunni á Hellu.
Hinn 13. desember 1947 giftist hún Elimar Helgasyni, hann fæddist í
Skammadal í Mýrdal 30. maí 1911, foreldrar hans voru Helgi Jónasson síð-
ar bóndi í Seljalandsseli V-Eyjafjöllum og Vilborg Oddsdóttir. Giftingarár sitt
festu þau kaup á jörðinni Hvammi í Holtum og hófu þar búskap. Í upphafi var
húsakostur fábrotinn en þau byggðu upp bú sitt af eljusemi og myndarskap, bar
jörð þeirra og heimili snyrtimennsku vitni. Hún sinnti hinum hefðbundu bú-
störfum jafnt innan dyra sem utan og var myndarleg húsfreyja, feikigóð handa-
vinnukona og saumaði mikið út. Á sumrin tóku þau hjón alltaf börn í sveit og
gat oft verið mannmargt á og við heimilið, einkum við heyskapinn. Héldu þau
börn sem dvölu í Hvammi alltaf tryggð við fjölskylduna og staðinn.
Einkadóttir þeirra hjóna er Sigurbjörg húsfreyja á Galtalæk II, hún er fædd
á afmælisdegi móður sinnar 1957. Eiginmaður hennar er Sveinn Sigurjónsson,
synir þeirra eru: Elimar Helgi, unnusta hans er Malkorzada, þau eiga tvö börn,
Páll, eiginkona hans er Katrín Guðmunda Þórðardóttir, þau eiga tvö börn, Sig-
urjón, eiginkona hans er Anna Rósa Einarsdóttir, þau eiga þrjú börn, Birnir,
sambýliskona hans er Elíná Anna Konráðsdóttir, Víðir, unnusta hans er Kol-
brún Lilja Kolbeinsdóttir.
Snemma glímdi hún við gigtarsjúkdóm sem háði henni alla tíð þó ekki hafi