Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 211
209
Goðasteinn 2010
það aftrað henni við störf sín. Árið 1995 veiktist Elimar og í kjölfarið fluttist
Sigríður að Seltúni við Lund á Hellu en síðar seldu þau jörð sína. Elimar lést
6. mars 1999, Sigríður bjó áfram við Lund og gat alltaf sótt þangað félagsskap,
það átti vel við hana enda gat hún verið lífleg og fjörug í góðra vina hópi og
átti það einkum við í handavinnunni. Hinn 13. mars 2009 fluttist Sigríður á
Lund þar sem hún lést 16. júní sama ár og var útför hennar gerð frá Martein-
stungukirkju 26. júní 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Sigurbjörg Ingvarsdóttir og
Jón Óskar Guðmundsson
Sigurbjörg Ingvarsdóttir fædd-
ist á Skipum í Stokkseyrarsókn 19.
janúar 1910. Foreldrar hennar voru
Gísli Ingvar Hannesson, bóndi á
Skipum og Vilborg Jónsdóttir frá
Sandlækjarkoti Gnúpverjahreppi.
Síðar gekk faðir hennar að eiga
Guðfinnu Guðmundsdóttur frá
Traðarholti í Stokkseyrarhreppi og ólst Sigurbjörg upp hjá þeim á Skipum.
Systkini Sigurbjargar voru tólf, alsystkini hennar eru látin þau: Margrét, Jón,
Gísli Ingvar og Bjarni. Látin hálfsystkini þau: Vilborg, Guðmundur, Hannes,
Guðmunda og Pétur Óskar. Eftirlifandi eru: Sigtryggur, Sigríður og Ásdís.
Jón Óskar Guðmundsson fæddist í Ytri-Hóli, Vesturlandeyjahreppi 30. mars
1912. Foreldrar hans voru, Guðmundur Einarsson og eiginkona hans Pálína
Jónsdóttir. Systkini Jóns Óskars voru 15. Látin alsystkini hans eru: Pálína, Jón-
ína Þórunn, Karl Óskar, Ármann Óskar, Guðrún Ágústa, Ingibjörg, Sigurður
Óskar og Geir Óskar, hálfsystkini samfeðra: Helgi, Aðalheiður, Ólafía og Guð-
björg Svava. Eftirlifandi eru alsystkini: Guðríður, Þórunn, Kristinn Óskar og
uppeldisbróðir, Ragnar Hafliðason. Jón Óskar ólst upp í Norður-Nýjabæ ásamt
Þórunni systur sinni hjá móðurafa þeirra og ömmu, við gott atlæti og mikil
gæði. Hann tók við búinu er þau hættu búskap, annaðist þau og ömmusystur
hans, Sólrúnu og Guðrúnu meðan öll lifðu.
Jón Óskar og Sigurbjörg Ingvarsdóttir gengu í hjónaband 8. janúar 1938.
Börn þeirra eru: Ragnheiður f. 1933, (kjördóttir hans, dóttir Sigurbjargar) maki
Hafsteinn Ingvarsson. Þórunn f. 1939, maki Steinn Þór Karlsson. Elísabet