Goðasteinn - 01.09.2010, Side 213
211
Goðasteinn 2010
Á sínum efri árum áttu þau hjón því láni að fagna að geta búið áfram á
heimili sínu því dóttir þeirra Jóna Borg og hennar fjölskylda fluttist árið 1984
á Langholtsveginn og bjuggu með þeim. Árið 2007 fluttust Jón Óskar og Sig-
urbjörg að Hrafntóftum til Björgúlfs og Pálínu dóttur sinnar, þar sem þau nutu
sömuleiðis góðrar ummönnunar. Þau voru bæði heilsuhraust, hún var ætíð hress
og kættist mitt í hópi afkomenda sinna sem heimsóttu hana oft. Hin síðustu tíu
ár ævi Jóns Óskars var hann heyrnarlaus, hann var þó alltaf með á nótunum, las
blöðin og fylgdist vel með fréttum. Í janúar 2009 fór hann til hvíldarinnlagnar á
Lundi þar sem hann lést 17. mars það sama ár. Sigurbjörg sem lýsti ævi sinni og
þeirra hjóna sem einum fallegum sólskinsdegi, lést á heimili sínu 28. nóvember
2009. Útför Jóns Óskars fór fram frá Oddakirkju 28. mars 2009 og útför Sig-
urbjargar 5. desember það sama ár.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Sigurður Jónsson frá Kastalabrekku,
Króktúni 14, Hvolsvelli
Sigurður Jónsson fæddist í Norðurhjáleigu í Álftaveri
í Vestur-Skaftafellssýslu 4. nóvember 1926. Foreldrar
hans voru hjónin Þórunn Pálsdóttir húsfreyja frá Jórvík-
urhryggjum í sömu sveit og Jón Gíslason bóndi og al-
þingismaður sem upprunninn var í Norðurhjáleigu. Sig-
urður var 6. í röð 13 systkina, sem öll komust upp nema
Guðlaug, sem var ári yngri en Sigurður og dó 5 daga
gömul í nóvember 1927. Hin systkinin voru auk Sig-
urðar, í aldursröð talin, þau Þórhildur (d. 1996), Júlíus (d. 2009), Gísli, Pálína,
Böðvar, Guðlaugur, Jón, Fanney, Sigrún, Sigþór og Jónas. Jón faðir þeirra féll
frá 1975, 79 ára að aldri, en Þórunn móðir þeirra varð 93ja ára og lést 1989.
Sigurður ólst upp á grónu sveitaheimili sem mótað var af sterkum hefð-
um starfshátta og verkmenningar hins aldagamla bændasamfélags. Byggðin í
Álftaveri var mótuð af nálægðinni við náttúruöflin, og sambúð fólksins við þau
í gegnum aldirnar setti á sinn hátt mark sitt á fólkið. Sigurður fór ekki varhluta
af kynngimögnuðum áhrifum umhverfisins í uppvexti sínum, varð snemma
næmur og athugull á undur þess og fegurð, minnugur á staðhætti og örnefni,
glöggur á skepnur og atferli þeirra, og varðveitti í sér náttúrubarnið meðan hann
lifði.
Áhugi Sigurðar á búskap og búfjárrækt var snemma vakinn og þeir draumar
rættust í fyllingu tímans. Hann lagði lið við bústörfin frá unga aldri, sýndi fljótt