Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 215
213
Goðasteinn 2010
við Þúfuver á Sprengisandsleið, sem þeir tóku á leigu um 1980 og reistu þar
skála. Þúfuvötn og Þúfuvatnaskálinn varð fjölskyldum þeirra bræðra að sann-
kölluðum sælureit og vin í eyðimörk hálendisins, og þar átti Sigurður marga
hamingjustund við fjallavötnin fagurblá.
Börn Sigurðar og Steinunnar eru átta, og eru í aldursröð talin: sveinn,
kvæntur Gróu Ingólfsdóttur. Þau búa á Hvolsvelli og eiga fjögur börn; Svein
Ægi, Steinunni Guðnýju, Hildi Kristínu og Sigurð Bjarna. Þórunn er búsett á
Hellu. Hún var gift Guðmundi Ágústssyni, en þau skildu. Börn þeirra eru Ingi-
björg, Ágúst, Sigríður Steinunn, Bjarni og Einar Þór. sigurveig Þóra er gift
Lárusi S. Ásgeirssyni, og búa þau í Kópavogi. Synir þeirra eru Ásgeir Bjarni
og Sigurður Þór. Hildur er búsett í Mosfellsbæ. Sambýlismaður hennar er
Aðalsteinn Stefánsson. Hildur var áður gift Árna Sigurðssyni, en þau skildu.
Börn þeirra eru Sigurður Jósef, Bjarni, Jón Þór, Unnsteinn, Svavar, sem dó af
slysförum sex ára gamall 1997, og Svava Ósk. Bjarni lést 24 ára að aldri í apríl
1985. Sambýliskona hans var Hulda Hansen, og átti hún þá tvö börn, Berglindi
og Kristófer, sem tengdust honum tilfinningaböndum. Guðlaug er gift Agnari
Rúnari Agnarssyni, og eiga þau heima í Reykjavík. Börn þeirra eru Erlingur
og Steinunn. Hjördís er búsett á Hvanneyri í Borgarfirði. Börn hennar og fyrr-
verandi eiginmanns hennar, Aðalsteins Bjarnasonar, eru Sóley Birna, Sigurður
Nökkvi, Svanhildur Guðný og Arnbjörn Óskar. Jóna á heima í Kópavogi, gift
Svani Kolbeini Gunnarssyni. Þau eiga þrjá syni, Ólaf Helga, Steinar Guðna og
Kolbein Þór.
Sigurður var löngum virkum í félagsstörfum. Hann sat 12 ár í hreppsnefnd
Ásahrepps og var um árabil fulltrúi Rangæinga á fundum Stéttarsambands
bænda, sat í stjórn Lífeyrissjóðs bænda, og í stjórnum Sláturfélags Suðurlands
og Kaupfélags Rangæinga. Síðustu árin tók hann þátt í félagsstarfi eldri borgara
í héraðinu.
Sigurður og Steinunn brugðu búi í Kastalabrekku vorið 2001 og fluttust að
Króktúni 14 á Hvolsvelli. Sigurður nýtti tómstundir sínar í ellinni einkum til að
renna nytjahluti og listmuni úr tré og skera út, að ógleymdri litlu klak- og seiða-
eldisstöðinni sem hann starfrækti af mikilli alúð í dálitlu afdrepi að húsabaki í
Króktúninu.
Sigurður var heilsuhraustur lengst af, en síðasta árið tók heilsan mjög að
þverra. Hann lést á heimili sínu 9. nóvember 2009, 83ja ára að aldri. Útför
hans fór fram frá Oddakirkju 19. nóvember, og var hann jarðettur sama dag í
Lágafellskirkjugarði í Mosfellssveit, þar sem Bjarni sonur hans hvílir, sem og
tengdaforeldrar hans frá Þykkvabæjarklaustri.
Sr. Sigurður Jónsson