Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 216
214
Goðasteinn 2010
Sigurður Karlsson, Bjálmholti
Sigurður Karlsson fæddist 24. september 1928. For-
eldrar hans voru hjónin Kristín Ólafía Sigurðardóttir
frá Bjálmholti og Jón Karl Ólafsson frá Austvaðsholti
á Landi. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum í Bjálmholti
ásamt Borghildi systur sinni sem er fædd 12. júní 1937
og á heimilinu var einnig amman Borghildur, elskuleg
frænka þeirra Ingibjörg Sigurðardóttir, hún Minna,
frændi þeirra Sigurður Tómasson, Vigdís Sigurðardóttir
og sonur hennar Óskar Ögmundsson sem ólst upp hjá
þeim.
Verkahringur Sigurðar var bundinn búinu í Bjálmholti alla tíð. Þar var heim-
urinn hans, lífslögmálið sem hann skildi gagnvart náttúrunni allri. Þau systkini
tóku með árunum æ meir þátt í búskapnum með foreldrum sínum og form-
lega við búinu árið 1969. Tún voru stækkuð og slétt og annast um jörðina og
búskapinn.
Sigurður var maður síns heimilis og sveitar, eftirminnilegur persónuleiki,
maður gróandans, - þó fyrst og síðast hinn lipri og ljúflyndi drengskaparmaður
sem öllum vildi gera gott.
Hann var þeirrar gerðar að hafa mannbætandi áhrif í kringum sig. Hann var
gefandi í allri umgegni. Ánægjan af því að eiga samneyti við samferðafólk og
sveitunga, vorhugur og vinarþel, - allt þetta setti mark sitt á alla umræðu við
hann og samverustundir.
Hann var bókhneigður mjög, og las flestar þær stundir sem hann hafði af-
lögu, sér í lagi þjóðlegan fróðleik, sagnaminni og ævisögur.
Því var ekki að undra að börnin og unglingarnir sem á sumrin voru jafn-
an í Bjálmholti hændust að honum og þau urðu sem börnin hans, því við þau
ræddi hann af skilningi, hlúði að, hlustaði á, kenndi og fræddi og þau fengu að
taka fullan þátt í öllum sumarverkum búsins. Heimilisbragur og heimilishættir
í Bjálmolti voru hverju barni og unglingi, - já og fullorðnum einnig, góður og
gagnlegur skóli og þar átti hver heimamaður hlut að máli.
Sigurður umgekkst jafnt menn sem skepnur af því inngróna kærleiksþeli
sem setti svip á allt dagfar hans. Hann var bóndi af lífi og sál og hafði yndi af
skepnum sínum, sem urðu fallegar og vel fóðraðar í höndum hans.
Hann var einn þeirra manna sem bjó yfir þeim lífsþroska sem ekki verður
lærður í skólum, en finnst hjá þeim sem umgangast náttúruna daglega og eiga
allt sitt undir því að lögmál hennar og sköpunarverkið allt sé virt, hjá þeim sem
er skoðanafastur og skýr en vandar orðræðu sína vegna þess að hann veit að bit-