Goðasteinn - 01.09.2010, Page 217
215
Goðasteinn 2010
urt andsvar verður ekki aftur tekið, hjá þeim sem lifir í sátt og samlyndi við um-
hverfi sitt og samferðamenn. Í slíkum jarðvegi lágu rætur Sigurðar Karlssonar.
Hann átti við vanheilsu að stríða um hríð og andaðist á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi 20. maí sl.
Útför hans fór fram frá Marteinstungukirkju 30. maí 2009.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
Sigurður Ólafur Sveinsson, Þorvaldseyri.
Hann fæddist 8. júlí 1926 á Nýlendu undir Austur-
Eyjafjöllum, hjónunum Jónínu Sigurbjörgu Jónsdóttur
frá Hlíð og Sveini Guðmundssyni frá Þórkötlustöðum
í Grindavík og var hann þriðji elstur 8 systkina, þeirra
Guðlaugar Sigríðar, Guðmundu Guðlaugar, Sveins
Ólafs, Elínar Sigríðar, Vilhjálms Guðjóns, Lovísu, sem
er ein eftirlifandi og Kristjáns.
Sveinn, faðir þeirra var um árabil í vinnu á Þorvalds-
eyri hjá hjónunum Ólafi Pálssyni og Sigríði Ólafsdóttur
og var Sigurður Ólafur skírður í höfuðið á þeim og tekinn í fóstur sem sonur
hjónanna á öðru ári og eignaðist hann þá fjögur eldri fóstursystkini, Guðmundu,
Ingibjörgu, Eggert, og Vilborgu og fóstursystur þeirra Unni Ólafsdóttur frá Álft-
arhól í Landeyjum, sem er ein eftirlifandi.
Við tóku árin hans Sigga á Þorvaldseyri, að læra til verka, taka til hendi og
vera ábyrgur fyrir því sem honum var treyst fyrir og smátt og smátt að vinna án
þess að vera sagt fyrir og gleðjast, vakna fyrstur á morgnanna og fara síðastur
til hvíldar, ná stuttum svefni um miðjan dag til að endurnærast og takast síðan
áfram á við viðfangsefnin, sem honum þóttu alltaf jafn spennandi.
Hann lauk barnaskólanámi, sem var farskóli með hæstu einkunn og síðan
námi lífsins á Þorvaldseyri. Það fóru engir í sporin hans Sigga á Þorvaldseyri
í vinnu og útsjónarsemi, í þekkingu á núttúrunni og lífsgildum, í styrkleik og
eftirfylgni við störfin sem biðu úrlausnar hverju sinni.
Eggert uppeldisbróðir hans tók við búi foreldra sinna 1947 og giftist Ingi-
björgu Nyhagen frá Noregi nokkru síðar og börnin þeirra Jórunn, Ólafur, Þor-
leifur og Sigursveinn eignuðust Sigga næstum eins og annan pabba, sem kenndi
þeim og studdi þau. Hún gleymist ekki stóra þunga sérsmíðaða sleggjan hans
Sigga, sem enginn gat handleikið nema hann og hvernig hann með sleggjunni
vann á súrheysturnunum þegar ýtan þurfti frá að hverfa. Það gleymast ekki
heldur ferðirnar hans upp í virkjun fyrir mjaltir til að koma á rennsli og raf-