Goðasteinn - 01.09.2010, Side 219
217
Goðasteinn 2010
7 á Hellu þar sem þau byggðu fjölskyldunni heimili. Börn þeirra eru: run-
ólfur Smári fæddur 1959, eiginkona hans er Þórunn Björg Guðmundsdóttir,
Pálmi Sigurður fæddur 1960, eiginkona hans er Inga Jóna Óskarsdóttir, anna
fædd 1962, sambýlismaður hennar er Gunnlaugur V. Sigurðsson og Berglind
Jóna fædd 1964, eiginmaður hennar er Hermann B. Sigursteinsson. Barnabörn
Steinþórs og Guðrúnar eru 12 og barnabarnabörnin 4.
Öll starfsævi Steinþórs var tengd landbúnaði. 1959 hóf hann störf hjá Bún-
aðarsambandi Suðurlands og starfaði þar uns hann lét af störfum árið 2001.
Hann var frjótæknir sem og nautgripa- og hrossaráðunautur og kom að kyn-
bótadómum. Hann var farsæll í störfum sínum og vinsæll. Steinþór var frá
1984-1986 framkvæmdastjóri kynbóta- og sauðfjársæðingastöðva Suðurlands.
Hann vann einnig við mælingar og úttekt á jarðabótum og oft var leitað til hans
við jarða- og landskipti. Við öll störf hans nýttist vel hversu reikningsglöggur
hann var og nákvæmur.
Steinþórs var laginn hestamaður, tamdi sjálfur, sýndi hesta og kom fjölskyld-
an öll að hestamennskunni. Sömuleiðis voru uppgræðslustörf honum hugðar-
efni. Steinþór var heiðarlegur, samviskusamur, löghlýðinn, vandur að virðingu
sinni og orðvar. Hann kom að margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum, starf-
aði með Rotary hreyfingunni, Hestamannafélaginu Geysi, Skógræktarfélaginu,
var formaður Veiðifélags Rangæinga og skólanefndar, var sömuleiðis félagi
í Framsóknarflokknum. Hann gengdi trúnaðarstörfum fyrir sveitarstjórnir og
sinnti meðal annars utanumhaldi og umsýslu við stærri byggingar. Hann var
formaður sóknarnefndar Oddasóknar.
Hann hafði gaman af að ferðast og hafði dálæti á hálendinu. Þau hjónin
byggðu upp úr 1990 sumarhús á Stóru-Völlum í Landsveit og er staðurinn
sannkallaður sælureitur allrar fjölskyldunnar enda var hann mikill fjölskyldu-
maður.
Í ágúst 2000 veiktist Steinþór og náði aldrei fullri heilsu eftir það. Hann bar
sig þó alla tíð vel og tók veikindum sínum með æðruleysi, hann lést á Lundi 26.
september 2009 og var útför hans gerð frá Oddakirkju 3. október 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir