Goðasteinn - 01.09.2010, Page 220
218
Goðasteinn 2010
Unnur Steindórsdóttir
Unnur Steindórsdóttir fæddist 18. september 1943.
Hún var dóttir Ólafíu Jónsdóttur frá Vatnskoti og Stein-
dórs Sveinssonar. Unnur stundaði grunnskólanám í
Þykkvabænum og lauk námi frá Kvennaskólanum í
Reykjavík vorið 1961.
Unnur ólst upp með móður sinni, afa og ömmu í
Vatnskoti uns hún tvítug tók við búinu og hóf búskap
ásamt eiginmanni sínum Gunnari Guðmundsyni frá
Skipa gerði í Landeyjum. Börn Unnar og Gunnars eru
fjögur: Guðjón, Halldóra, Steindór og Björgvin, barnabörnin eru orðin 10 og
barnabarnabörnin 5.
Búskap sinn stundaði Unnur af myndugleik. Oft á tíðum var margmenni í
Vatnskoti, fjölskyldan og annað vinafólk, en hún bar fólkið ávallt á höndum sér
í hvívetna. Börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin voru hennar uppáhald og
sóttust þau í að koma í sveitina til ömmu og afa. Þau eru mörg kvennanna verk,
unnin á heimilinu en ósk þeirra flestra er að um þau sé ekki talað eða tíundað
í minningarorðum þeirra. Samt vilja þau sem þeirra nutu ekki að þau gleym-
ist. Hljóðlega þakkar fjölskyldan fyrir öll þau störf og handtök sem lituð voru
umhyggju í orði og verki.
Unnur var ákveðin, harðdugleg og röggsöm kona sem ávallt hafði lausn á
öllum vanda. Unnur lét sér annt um aðra og var virk í margskonar nefndum og
störfum í sveitinni. Þar mætti nefna Kvenfélagið Sigurvon og Kartöfluverk-
smiðjuna. Hún sat í sóknarnefnd Þykkvabæjarkirkju og vann þar af myndugleik
og umhyggju fyrir kirkjunni. Eru henni þökkuð öll hennar störf í þágu kirkju
sinnar.
Í seinni tíð höfðu Unnur og Gunnar gefið sér tíma til að ferðast, og saman
uppgötvað nýja hlið á lífinu. Í janúar 2007 greindist hún með krabbamein og
við tók löng og ströng barátta sem von stóð til að myndi vinnast og var vonin
aldrei kaffærð. Seinni hluta síðasta árs var ljóst að ekki dygðu frekari lækning-
ar. Unnur notaði tímann vel sína síðustu ævidaga og átti góðar samverustundir
með ættingjum sínum og fjölskyldu, sem voru henni og öllum yndislegar og
ógleymanlegar. Fjölskyldan stóð saman, var alltaf nálæg og gerði henni kleift
að vera sem mest heima. Kynslóðir sem hverfa eru áfram hluti af þeim sem eftir
lifa, svipmót, viðhorf til lífsins og framkoma er litað af uppalendum og þeim
sem standa næst. Unni auðnaðist að kveðja sína nánustu og skildi sátt við sitt