Goðasteinn - 01.09.2010, Síða 221
219
Goðasteinn 2010
ævistarf við hlið fjölskyldu sinnar er hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 25. mars
2009. Útför hennar var gerð frá Þykkvabæjarkirkju 4. apríl 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir
Þorbjörg Eggertsdóttir frá Neðra-Dal,
Vestur-Eyjafjöllum.
Hún fæddist 26. maí 1919 foreldrum sínum í Dæld-
arkoti í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, þeim Lilju El-
ínborgu Jónsdóttur frá Haukagili í Vatnsdal og Eggert
Torberg Grímssyni frá Elliðaey í Stykkishólmshreppi.
Þorbjörg var elst 6 systkyna, en þau voru Hansína El-
inborg, Kristína Jónína, María, Guðmundur Óskar og
Lárus. Eftirlifandi eru María og Guðmundur Óskar.
Foreldrar Þorbjargar voru í húsmennsku og bjuggu við
þröngan kost þannig að þegar Þorbjörg var 3 ára fór hún
til frændfólks síns á Rúfeyjum á Breiðafirði og var þar til 10 ára aldurs, þegar
hún flutti til foreldra sinna til Reykjavíkur og tókst á við nám og vinnu þess
tíma. M.a. vann hún á saumastofunni Gullfossi, sem varð henni lífsvegarnesti í
saumastörfum hennar.
Tvítug að aldri kynntist hún Ingólfi Ingvarssyni frá Neðra-Dal, en hún vann
þá við þjónustustörf hjá Óskari bróður Ingólfs í Reykjavík og giftu þau sig 9.
desember 1939 og hófu um vorið næsta ár búskap í Neðra-Dal, fyrstu tvö árin
í félagsbúi með foreldrum Ingólfs, Ingvari Ingvarssyni og Guðbjörgu Ólafs-
dóttur og bjuggu þá á neðri hæðinni í litla húsinu, sem varla er hægt að skilja
í dag, hvernig var hægt. Og það er einnig erfitt að skilja búskaparætti þessa
tíma, í ekki meiri fjarlægð miðað við daginn í dag, hvernig allt varð að vinnast
heima úr litlu og að heyja með orfi, ljá og hrífu og eiga hestinn að sem þarfasta
þjóninn. Þessum aðstæðum var ekki hægt að mæta nema með mikilli samheldni
hjónanna. Þeim búnaðist vel, ræktuðu jörðina, byggðu upp húsin og mættu nýrri
búskapar- og véltækni. Ingólfur vann heimilinu með því að fara á vertíðir og
síðar í vegavinnu, en Þorbjörg var þá bóndi og húsmóðir heima.
Börnin þeirra fæddust hvert af öðru, Eggert Ingvar 1940, Guðbjörg Lilja
1943, Svala 1944, en hún lést 1992, andvana fætt barn 1948, þegar Þorbjörg
fékk lömunarveiki, sem háði heinni æ síðan og Tryggvi 1950. 1957 kom Ásta
Gréta, systurdóttir Ingólfs 6 vikna gömul til þeirra og varð sem dóttir þeirra.
Það var oft mannmargt á heimilinu, sumarbörn á sumrin og gestkvæmt, því
það var gott að sækja þau tvö heim, því hjartahlýja þeirra og umhyggja geisl-