Goðasteinn - 01.09.2010, Side 222
220
Goðasteinn 2010
aði frá þeim. Árniður bæjarlæksins var eins og orgelleikur fjallskirkjunnar með
öðrum hljómum náttúrunnar í sköpun Guðs, þar sem allt sameinaðist hjá fjöl-
skyldunni í Neðra-Dal, lífinu þar með hjartslætti Þorbjargar og ummhyggju
hennar gagnvart hverjum og einum. Þorbjörg var mjög félagslynd og glöð í
vinahópi, virk kvenfélagskona, sem lagði sitt að mörkum í starfi kvenfélagsins
Eyglóar, sem hún varð síðar heiðursfélagi í. Hún var ákveðin og gat sagt sína
meiningu, sérstaklega ef henni mislíkaði eitthvað.
Vorið 1973 brugðu þau búi og eignuðust nýtt heimili að Hvolsvegi 9 á Hvols-
velli, þar sem þau voru í nálægð sona sinna og fjölskyldna þeirra. Þorbjörg hóf
vinnu í saumastofunni Sunnu og vann þar í mörg ár og naut þar hæfileika sinna
sem sauma- og hannyrðakona. Ingólfur tók bílpróf og þau ferðuðust saman um
landið og fóru einnig margar ferðir með eldri borgurum í sýslunni. Þegar þau
fóru saman, bjó Þorbjörg sig alltaf upp og hélt sig til fyrir manninn sinn, sem
í brosi hennar sá, að hún var alltaf skotin í. Hún vann heima við útsaum og
perlusaum, sem voru eins og listaverk hennar og prjónaði föt á ættingja sína.
Hún varð einnig virk kvenfélagskona í kvenfélaginu Einingu á Hvolsvelli..
Ingólfur lést 1995 og haustið 1998 flutti hún á Kirkjuhvol, þar sem hún naut
ævikvöldsins.
Þorbjörg andaðist að Kirkjuhvoli 15. júlí 2009 og fór útför hennar fram frá
Stóra-Dalskirkju 25. júlí.
Sr. Halldór Gunnarsson
Þórhallur Steingrímsson
Löngum vinnudegi kaupmannsins er lokið. Hann
hefur hitt margt fólk um daginn og þjónað því vel. En
áður en hann fer heim þarf hann að koma við á einum
stað. Hann setur vörur í poka og gengur glaður út og
sest inn í bílinn. Hann ekur að húsi, fer hljóðlega að
dyrunum og hengir pokann á hurðarhúninn. Hann hefur
ánægju af að gefa. Hann vill komast óséður í burtu og
honum tekst það. Hann er ekki mikið gefinn fyrir þakk-
læti eða hól. Hann fer heim til konunnar og dætranna,
kemur eins og stormsveipur, alltaf kátur og hress. Hann hefur lokið dagsverki
sínu. Hann leggst til hvíldar, þakkar Guði fyrir lífið og fólkið sitt og sefur vært
til morguns.
Þessi stutta lýsing er dæmigerð fyrir Þórhall.
Hann fæddist í Reykjavík 21. júlí 1955. Hann lést á gjörgæsludeild LHS í