Goðasteinn - 01.09.2010, Blaðsíða 223
221
Goðasteinn 2010
Fossvogi 23. júní s.l. Hann var tíundi í röð 13 systkina, barna þeirra Þóru Krist-
ínar Kristjánsdóttur, húsmóður frá Ísafirði og Steingríms Bjarnasonar, fisksala
frá Bolungavík og þriðji bróðirinn sem kveður þetta líf. Blessuð sé minning
þeirra sem horfin eru á undan okkur.
Fjölskyldan bjó lengst af á Sogavegi 158 og Þórhallur bjó þar alla sína ævi.
Þar var barnmargt hverfi og mikið um að vera á gullaldar árum hverfisins. Þór-
hallur eða Tobbi var líflegur strákur sem fór snemma út um allt hverfi og kynnt-
ist fólki. Hann hafði lipran talanda og hressilega framkomu og átti auðvelt með
að tengjast fólki.
Eftirlifandi kona Þórhalls er Þorgerður K. Halldórsdóttir. Foreldrar hennar
eru Jóhanna Friðriksdóttir, húsmóðir og Halldór Þ. Bjarnason, útgerðarmað-
ur frá Guðnabæ í Selvogi, bæði látin. Þórhallur og Þorgerður eignuðust fjórar
dætur og barnabörnin eru orðin sjö: 1) Þóra Kristín, gift Árna Steinarssyni, þau
eiga þrjá syni, Andra Þór, Jóel Orra og Arnar Breka. 2) Rakel Ósk Sambýlis-
maður hennar er Elmar Sigurðsson, þau eiga Tristan Marra og Rakel á Þórhall
Darra með Þór Sigurðssyni. 3) Berglind Björk. Sambýlismaður hennar er Sig-
urður Árnason, þau eiga Viktor Val. 4) Helga María. Sambýlismaður hennar er
Ívar Daníelsson, þau eiga Karitas Klöru.
Þórhallur var mikill fjölskyldumaður og naut þess að verja frístundum með
sínu fólki.
Einn af uppáhaldsstöðum Tobba var Veiðivötn en þangað fór hann gjarnan til
að njóta útiveru og stjórnaði þá sínu liði eins og kóngur í ríki sínu. Sumir héldu
jafnvel að Tobbi hefði uppgötvað Veiðivötn og komið þeim á kort alheimsins.
En staðurinn sem hann tók ástfóstri við var Skarð í Landsveit. Hann réð sig í
vinnumennsku hjá Guðna, bónda, strax eftir að hafa lokið 2. bekk í Réttó og
bast fólkinu þar vináttuböndum. Hann hafði áður verið í sveit í Lækjarbotnum
í Landsveit. Seinna eignaðist hann Króktún þar í sveit og var þar lögnum með
fjölskyldu sinni í gamla bænum uns þau byggði nýtt sumarhús. Hann var mikill
veiðimaður. Stundaði laxveiðar til margra ára og fór oft að veiða með kaup-
mönnum.
Hann dreymdi oft fyrir daglátum, eins og það er kallað. Hann hafi sagt fyrir
nokkrum misserum að hann vildi láta jarðsyngja sig frá Bústaðakirkju og að
Örn Bárður, frændi, ætti að sjá um athöfnina en svo ætti að jarða sig í Skarðs-
kirkjugarði og séra Halldóra Þorvarðardóttir ætti að sjá um það. Svo sagði hann
við Elmar, einn af „skemmturunum“, sem er sendibílstjóri, að hann ætti að
keyra kistuna austur gegn vægu gjaldi!