Bændablaðið - 10.10.2024, Síða 1

Bændablaðið - 10.10.2024, Síða 1
18. tölublað 2024 ▯ Fimmtudagur 10. október ▯ Blað nr. 665 ▯ 30 árg. ▯ Upplag 33.000 ▯ Vefur: bbl.is Bændurnir Zophonías Friðrik Gunnarsson og Hrafnhildur Björk Guðgeirsdóttir hafa byggt upp gulrófnarækt á Læk í Ölfusi frá árinu 2020. Þau stefndu ekki sérstaklega á þá tegund búskapar en gripu tækifærið þegar þeim bauðst að kaupa allan nauðsynlegan búnað af nágrönnum sínum sem ætluðu að hætta rófnarækt. Zophonías Friðrik var kjörinn formaður Félags gulrófnabænda á aðalfundi í vor. – Sjá nánar á síðum 22 og 24. Mynd / Ástvaldur Lárusson Trén lyfta anda manneskjunnar 30 Heilsa og velferð búfjár Kartöflubændur við Eyjafjörð hafa lent í skakkaföllum út af hreti í byrjun sumars og kaldri tíð. Jóhann Ingólfsson, kartöflubóndi á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi, segir tíðina hafa verið ömurlega allt frá vori til hausts. Hann hefur stundað kartöflurækt í meira en fjörutíu ár og segist aldrei hafa lent í jafnslæmu ári. Út af frosti í jarðvegi voru kartöflurnar settar seint niður og síðan var snjór á jörðu í langan tíma í júní. Engin uppskera gafst úr þremur til fjórum hekturum þar sem kartöflurnar drukknuðu í bleytu, en ræktarlandið er sautján hektarar í heild. Uppskeran var í kringum 70 tonn, en í venjulegu ári er uppskeran úr öllum görðunum á Lómatjörn í kringum 200 til 250 tonn. Jóhann fullyrðir að þetta hafi í för með sér algjört tekjufall, en þau hafi lagt í mikinn kostnað við jarðvinnu, áburðargjöf og kaup á útsæði. Geymslurnar óvenju tómar Björgvin Helgason, kartöflubóndi á Einars- stöðum og Sílastöðum í Hörgársveit, segir uppskeruna hjá sér hafa verið í kringum 190 tonn, en í meðalári megi búast við 300 tonnum. Jafnframt kom næturfrost sem geti valdið kartöflum sem liggja ofarlega í moldinni skaða, sem geta síðan skemmt út frá sér í geymslu. Þeim tókst að taka upp úr öllum kartöflugörðunum í september, en Björgvin segir að það hafi verið barátta á tímabili. Tæki festust vegna bleytu og kom mikil mold á færiböndin sem þurfti að hreinsa frá uppskerunni. Kartöflugeymslurnar hafa aldrei verið jafntómar svona skömmu eftir uppskeru og reiknar Björgvin með að birgðirnar endist ekki fram að næsta hausti. Björgvin, sem hefur verið í kartöflurækt í áratug, segir þetta versta sumarið síðan hann byrjaði og hægt að tala um uppskerubrest. Bjóst ekki við að fá neitt Jón Helgi Helgason, einn af þeim sem stendur á bak við kartöfluræktunina á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segist allt eins hafa búist við því að sleppa upptöku úr kartöflugörðum frá sér. „Við vorum bara ánægð að fá einhverja uppskeru miðað við hvernig veðrið var búið að vera,“ segir hann. Uppskeran var á bilinu tíu til tólf tonn á hektarann, samanborið við nálægt 25 til 30 tonn á hektarann í fyrra. Jón Helgi tekur fram að síðasta sumar hafi verið sérstaklega gott en eftir því hvaða yrkjum er sáð megi búast við 15 til 25 tonnum á hektarann í venjulegu árferði. Þetta er slappasta árið frá því hann kom inn í búreksturinn með föður sínum árið 2018. Gæði uppskerunnar voru misjöfn milli tegunda. Fljótsprottnu kartöflurnar af gerðinni Solist komu best út á meðan hægsprottnari tegundir eins og Gullauga og Íslenskar rauðar voru ekki „bjartar yfirlitum“. Kartöflurnar voru ýmist stórar og fáar undir hverju kartöflugrasi eða aðeins fleiri og pínulitlar. „Í Gullauganu vorum við að fá kannski fimm til sex kartöflur undan grasi á meðan við vorum með tólf til fjórtán kartöflur í fyrra,“ segir Jón Helgi. Ætluðu að hætta búskap Í ofanálag við að fá dræma uppskeru hafa bændurnir á Þórustöðum dregið búreksturinn talsvert saman. Í fyrra voru kartöflugarðarnir fjörutíu hektarar, en eingöngu níu hektarar í ár. Ástæðan fyrir þessari miklu minnkun er sú að þau eru hætt að selja beint í verslanir, sem Jón Helgi segir ekki hafa boðið nógu gott verð og verið erfiðar við að eiga. Í staðinn fara allar þeirra afurðir á markað í gegnum Sölufélag garðyrkjumanna. „Hugmyndin var að hætta þessu en við erum með stór og mikil tæki og það gekk ekki að selja þau. Það var því ákveðið að setja niður eitt ár í viðbót og sjá hvernig það kæmi út að vera bara í viðskiptum við Sölufélagið,“ segir Jón Helgi. Þau viðskipti voru þau einu sem skiluðu hagnaði, en bændurnir á Þórustöðum hafa verið hluti af Sölufélaginu um árabil. Hann kallar eftir bættu tollaumhverfi til þess að vernda kartöflurækt á Íslandi, en eins og umhverfið er núna hafa bændur lítinn slagkraft gegn innflutningi. /ál Eyjafjörður: Uppskerubrestur á kartöflum Ólík sjónarmið togast á í umræðum um eftirlit með dýravelferð. Forstjóri Matvælastofnunar og formaður Bændasamtakanna ræða samskipti bænda og eftirlitsmanna. – 20 – Á nýjum vef, 1703.is, má sjá öll lögbýli Íslands árið 1703, ásamt upplýsingum um ábúendur, skepnur, jarðadýrleika o.fl. Vefurinn er afrakstur afar yfirgripsmikils sagnfræðilegs verkefnis, auk bókar. – 50 – Lífið 1703 Eftirlitið 55 Sauðfé passleg stærð Með bjartsýni og gleði að vopni 42 32

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.