Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Af vettvangi Bændasamtakanna
Sérútbúnir 20 feta gámar með rennihurð.
Henta vel til að geyma búslóðir, frístundatæki
eða lítinn vörulager.
Kynntu þér möguleikana á stolpigamar.is eða
hafðu samband í síma 568 0100.
Geymslugámar með rennihurð
stolpigamar.is
NT ryksugur
HDS háþrýsti/hitadælur
Hreinsibúnaður og vélar
PGG rafstöðvar
K háþrýstidælur HD háþrystidælur
rafver.is - S: 581 2333 - rafver@rafver.is
skoðaðir voru innanstokksmunir
frá gamla tímanum. Ferðinni var
heitið að Raate road-safninu,
þar sem frægasta orrusta finnska
vetrarstríðsins átti sér stað árið
1939. Okkur var boðið upp á kaffi
og finnskan kleinuhring (Munkki)
þegar við komum. Hvort sem illska
Sovétmanna fól í sér óttablendna
undirgefni við herra Stalín eða
harðræðið foringjans gagnvart
þegnunum, þá er stórmerkilegt að
fámennt herlið Finna hafi stráfellt
óvininn eins og raun bar vitni.
Einungis Finnlandsmegin við
landamærin er sögu stríðsins haldið
á lofti, en ekki minnst á það austan
megin. Alger þöggun. Það verður
þó ekki þagað um það að hópurinn
lét taka mynd af sér skammt frá
landamærunum.
Fundurinn
Að morgni þriðjudags hófst
formlegur fundur. Þótt NFS kljáist
fyrst og fremst við Evrópusambandið
eiga þjóðirnar sjálfar við ýmsar
grýlur að glíma heima fyrir. Daginn
áður höfðu fulltrúar hvers lands
haldið stuttan annál í rútunni. Þar
var sagt frá helstu verkefnum og
áskorunum. Líkt og á Íslandi er
hávær umræða um líffjölbreytni,
uppkaup lands og viðskiptakerfi
með kolefniseiningar. Það er
skemmtileg tvíræðni að umræðan
um líffjölbreytnina á Norðurlöndum
snýr að verndun auðugs
skógvistkerfis á meðan nýskógrækt
sé ógn við líffjölbreytileika á Íslandi.
Að loknum umræðum um
ársreikninga var vikið að öðrum
málum fundarins. Á árinu ætla
samtökin að skipuleggja herferð
sem er ætlað að útskýra gildi
Family forest og ætlað að ná til
valdhafa í sem víðustum skilningi.
Málefni norðurslóða, sama og
hreindýrahalds voru sérstaklega
rædd á fundinum. Breyttur heimur
og menningarmynstur hefur
keðjuverkandi áhrif, meðal annars
á venjur og þróun skógræktar á
svæðinu. Að lokum fóru Finnar
yfir það helsta sem hefði áunnist í
stjórnartíð þeirra á árinu og færðu
loks Dönum að taka við stjórninni
fram að næsta fundi að ári. Eitt
af þeim verkefnum sem Dönum
var falið var að vinna náið með
Íslendingum um hvort og þá með
hvaða hætti þeir vildu eiga aðild
að NFS. Þetta þótti skemmtilegt á
fundinum og höfðu Danir orð á því
að með þessu yrðu þeir ekki lengur
minnsta skógarþjóðin í samtökunum
og hlökkuðu til að taka upp frekara
samtal.
Störf hagsmunasamtaka skipta
máli. Að baki hvers lands í NFS eru
félög skógarbænda. Í hverju félagi
skógarbænda er fólk sem hefur hag
af sterku Norðurlandasamstarfi.
Það getur einnig átt við um Ísland.
En nú er spurningin hvað lítil deild
skógarbænda innan raða BÍ vill gera
hvað varðar aðild að NFS.
Myndband úr ferðinni má sjá
á Youtube-síðu Bændasamtaka
Íslands.
Höfundur er starfsmaður
búgreinadeildar skógarbænda.
Íslensku ferðalangarnir, Hlynur og Dagbjartur, á vinnslusvæði Pölkky-
sögunarmyllunnar.
Marko Mäki-Hakola kynnir mögulega aðild Íslendinga að NFS.