Bændablaðið - 10.10.2024, Side 8

Bændablaðið - 10.10.2024, Side 8
8 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Stóru-Akrar 2 liggja við þjóðbraut í Skagafirði. Býlið fékk umhverfisverðlaun Skagafjarðar á dögunum. Á Stóru-Ökrum 2 er rekið kúabú, stunduð hestamennska og ræktun á sauðfé. Eigendur eru Ragnhildur Jónsdóttir og Agnar Gíslason. Þau tóku við búi af Huldu Ásgrímsdóttur og Jóni Sigurðssyni, foreldrum Ragnhildar, vorið 2013 og eru fjórða kynslóð ábúenda. Stóru-Akrar 2 eru um 110 ha jörð. „Við erum með 66,6 árskýr og róbótafjós,“ segir Ragnhildur, aðspurð um bústofninn. „Sauðfé er áhugamál elsta sonarins; þær eru 35 kindurnar. Að auki eru 30 hross og þau eru líka áhugamál,“ segir hún. Þakkar móður sinni Býlið hlaut umhverfisverðlaun Skagafjarðar á dögunum og voru þau þá veitt í tuttugasta sinn. Í greinargerð með verðlaunum sagði að þangað væri „fagurt heim að líta þegar ekið er um sveitina, fjós, útihús og íbúðarhús vel og fallega römmuð inn með trjám og lággróðri og fallegt samræmi með litaval húsa“. „Ég þakka þetta foreldrum mínum. Móðir mín heitin var svona smekkleg,“ segir Ragnhildur. „Henni var mjög umhugað um að ásýnd bæjarins, sem stendur við þjóðveg 1 og er því í alfaraleið, væri falleg. Við höfum svo reynt að halda í horfinu og sett okkar svip aðeins á.“ Aspir standa meðfram vegi og ramma inn milli t.d. fjóss og bæjar og garðurinn er gróinn með birki og fleiri tegundum. Húsum hefur öllum verið vel við haldið. „Þau voru mjög dugleg í þessu, foreldrar mínir,“ bætir Ragnhildur við. Nóg sé að gera við að halda í horfinu og sífellt einhver verkefni þar að lútandi. Fimmta kynslóð gæti tekið við Þau Ragnhildur og Agnar, sem er úr Álftagerði handan Héraðsvatna, eiga þrjú börn; 19 og 18 ára drengi og 13 ára stúlku. Hjónin vinna bæði á búinu og elsti sonurinn einnig, en hann hefur lokið vélvirkjanámi og ætlar sér í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri eftir ár. Því gæti mögulega fimmta kynslóð fjölskyldunnar tekið við búinu einn góðan veðurdag. „Ja, það er spurning, maður veit aldrei,“ segir Ragnhildur hlæjandi. Mannlífið í sveitinni er gott að hennar sögn. Hún hitti konurnar í kvenfélaginu og þau hjónin syngi í kirkjukórnum. „Félag kúabænda er svo ágætlega duglegt að vera með pöbba-hittinga og fleira, svo það er alltaf eitthvað í gangi.“ Hún segir þau komast þokkalega af. „Auðvitað er þetta erfitt meðan vaxtastigið er svona hátt, það er bara þannig. En við erum bjartsýn á að þetta fari að lagast. Það þýðir ekkert annað fyrst maður er kominn í þetta,“ segir Ragnhildur að endingu. Steinullarmoltan fékk viðurkenningu Umhverfisverðlaun Skagafjarðar voru veitt sveitabýli með hefðbundinn búskap, sveitabýli án slíks, lóð í þéttbýli, lóð við fyrirtæki og fyrir einstakt framtak, sem að þessu sinni féll í skaut steinullarmoltu Steinullar á Sauðárkróki. Fyrirtækið hefur verið í þróun slíkrar moltu allt frá árinu 2009. Notast er við steinullarúrgang, hrossaskít og gras sem gefur hitastig sem dugar til að brjóta niður formaldehýð í hratinu. Steinullarmolta fékk árið 2021 staðfestingu frá MAST sem jarðvegsbætandi efni og Steinull hefur síðan í fyrra haft ótímabundið starfsleyfi fyrir moltuframleiðslunni. /sá Skagafjörður: Fagurt heim að líta – Stóru-Akrar 2 fá umhverfisverðlaun Skagafjarðar Fallegt og snyrtilegt er að Stóru-Ökrum 2 sem fengu nýlega umhverfisverðlaun. Fjós, útihús og íbúðarhús eru römmuð inn með trjám og lággróðri og fallegt samræmi í litavali húsa. Myndir / Aðsendar Toppurinn í dælum er frá JUNG PUMPEN Eigum til Jung dælur á lager. • Brunndælur Jung Pumpen var stofnað í Steinhagen í Þýskalandi árið 1924 og hafa framleitt hágæða dælur alla tíð. Set ehf • Röraframleiðsla • Selfossi Vöruhús •Klettagörðum Sími: 480 2700 Netfang: sala@set.is www.set.is • Skolpdælur • Stýringar Frekari upplýsingar á www.set.is Á Stóru-Ökrum 2 er rekið kúabú, stunduð hestamennska og ræktun á sauðfé. Eigendur eru Agnar Gíslason og Ragnhildur Jónsdóttir. Rýr uppskera af melgresi Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar. Fræskurður Lands og skógar í haust skilaði túnvingulsuppskeru í góðu meðallagi. Uppskera af melgresi er þó skv. upplýsingum stofnunarinnar fremur lítil. „Að þessu sinni var melgresi eingöngu uppskorið á Mýrdals- sandi í nokkra daga. Ax er ekki mjög stórt og svo misstum við það að hluta í illviðri. Algengast er að fyrst sé skorið í Landeyjum, svo á Mýrdalssandi og stöku sinnum endað í Þingeyjarsýslum,“ segir Pétur Halldórsson, kynningarstjóri hjá stofnuninni. Hann segir nákvæmar magn- og gæðatölur ekki liggja fyrir fyrr en líður á vetur og fræhreinsun lýkur. Meginhlutverk fræverkunar- stöðvar Lands og skógar í Gunnarsholti er frærækt og fræverkun tegunda til uppgræðslu. Tvær tegundir eru í framleiðslu: melgresi (Leymus arenarius) og túnvingull (Festuca richardsonii). Fræöflun fer fram síðla sumars og fram á haust þegar fræþroski nær hámarki, en þó áður en náttúruleg frædreifing hefur átt sér stað. Túnvingull þroskast í lok ágúst, en melgresi þroskast seinna og stendur melsláttur oft langt fram í september. Þegar fræið er komið í hús er það þurrkað og hreinsað. /sá Túnvingull gaf ágætlega af sér. Mynd / Wikipedia Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niður- greiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa fyrir félaga sína. „Okkur finnst mjög gaman að geta gert þetta. Það er eitt af markmiðum félagsins að styðja við hrossarækt í sveitinni og okkur finnst þetta kjörin leið,“ segir Guðríður Eva Þórarinsdóttir, formaður félagsins, sem telur um sjötíu meðlimi. Niðurgreiðslan nemur tíu þúsund krónum á hvern hest sem mætti til fullnaðardóms árið 2024. Hrossið þarf að hafa verið ræktað af og í eigu félagsmanns þegar það var sýnt. „Skráningargjöld á kynbótasýningum hafa hækkað mjög mikið og hratt á undanförnum árum. Í sumar kostaði til dæmis 40.675 krónur að fara með hross í fullnaðardóm. Það eru ekki mörg ár síðan það var á bilinu 25–28.000 krónur, svo með þessu tekst okkur eitthvað að koma til móts við þessa hækkun. Við vonumst til þess að félagar okkar verði áfram duglegir að mæta með hross í dóm,“ segir Guðríður. /mhh Hrossarækt: Niðurgreiða sýningargjöld Folaldsmeri og afkvæmi hennar á bænum Fossi í Hruna- mannahreppi. Hrossaræktarfélag hreppsins styður við félags- menn sína með niðurgreiðslu á sýningargjöldum kynbótahrossa. Mynd / Bára Másdóttir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.