Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 49

Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Vinnupallar ehf. – Vagnhöfða 7 – s. 787 9933 – vpallar@vpallar.is – www.vpallar.is Skoðaðu úrvalið til sölu og leigu á vpallar.is Hitablásarar og hjólapallar í miklu úrvali Haltu vinnusvæðinu heitu og rakalausu og leyfðu okkur að hjálpa þér upp. Við bjóðum þér fjölbreyttar lausnir á frábæru verði! Byggingarstjóri. Ertu í byggingarhugleiðingum, eða kominn af stað með framkvæmdir ? Tek að mér að vera byggingarstjóri á öllum byggingarstigum og vera tengiliður við byggingarfulltrúa fyrir ykkur. Hafið samband í síma 8523222 eða netfang: asgeirvil@gmail.com Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum. Borið hefur á því að gripir sem hafa verið arfgerðargreindir fái ekki flagg, sem segði til um niðurstöðu greiningarinnar um næmi gegn riðusmiti, heldur fái hvítt spurningarmerki á svörtum grunni inn í skýrsluhaldið. Guðrún Eik Skúla- dóttir, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð l a n d b ú n a ð a r i n s (RML) , seg i r að ástæðan sé að gripirnir standist ekki villupróf og oftast sé skýringin sú að niðurstaðan úr greiningunni passi ekki við niðurstöður foreldra. Um 65 þúsund sýni greind á þessu ári Guðrún segir að önnur ástæða gæti verið mistök í skráningu eða sýnatöku og sýni víxlist á milli gripa. Íslensk erfðagreining hafi greint mikinn fjölda sýna á þessu ári, um 65 þúsund, og það skýri kannski það að fleiri gripir hafi ekki staðist þetta villupróf að undanförnu. „Við höfum metið að hlutfall þeirra gripa sem komast ekki í gegnum villuprófið nú sé um 0,5 prósent. Í ljósi þess að talið er að ætternis- færslur séu ranglega skráðar í um fimm til sex prósenta tilfella má búast við að hlutfall gripa sem komast ekki í gegnum villuprófið fari vaxandi,“ segir Guðrún. Villurnar koma í ljós í annarri umferð „Villurnar koma ekki fram í fyrstu umferð, þegar foreldrarnir eru greindir, þannig að það er ekki fyrr en í annarri umferð þegar afkvæmið er greint sem ljóst er að ætternisfærslurnar eru ekki réttar. Í þeim tilvikum er annað hvort ætternisfærslur foreldra eða afkvæmis ranglega skráðar,“ heldur Guðrún áfram. Hún mælir með því fyrir bændur sem lenda í þessu að byrja á að skoða ættartré og arfgerðargreiningu gripsins. Æskilegt sé að taka aftur sýni úr gripum sem fá þessa niðurstöðu, en þó verði að meta hvern grip fyrir sig. Stundum geti villan til að mynda legið hjá foreldri, en ekki afkvæmi. Guðrún segir að gripir geti einnig fengið spurningarmerki í stað flaggs ef til eru tvær greiningar á gripnum og þeim beri ekki saman. Í þeim tilvikum þurfi að óvirkja sýnið sem er rangt greint og geti ráðunautar RML aðstoðað við það. Hún bendir á að hægt sé að senda inn fyrirspurnir vegna arfgerðargreininganna á netfangið dna@rmlis. /smh Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf Guðrún Eik Skúladóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.