Bændablaðið - 10.10.2024, Side 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024
Bændablaðið kemur út 23 sinnum á ári.
Upplýsingar um dreifingarstaði er að finna á vef Bændablaðsins: www.bbl.is
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim
í pósti gegn greiðslu burðargjalds. Árgangurinn (23. tölublöð) kostar kr. 17.500
með vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar kr. 13.900 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Borgartún 25, 4. hæð - 105 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Kt: 631294-2279.
Útgefandi: Bændasamtök Íslands.
Ritstjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir (ábm.) gudrunhulda@bondi.is – Sími: 563 0300 – Blaðamenn: – Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is – Hulda Finnsdóttir hulda@bondi.is
Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@bondi.is
Auglýsingastjóri: Þórdís Una Gunnarsdóttir thordis@bondi.is – Sími: 866 3855
Netfang auglýsinga: thordis@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is
Frágangur fyrir prentun: Sigrún Pétursdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: 33.000 – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Að sögn Hrólfs Sigurðs-
sonar, formanns íslensku
matvælarannsóknarnefndarinnar
og starfsmanns Matís, sýna svona
dæmi hversu mikilvæg almenn
vitneskja um hættuna af sýkingum
sem þessum sé hér á landi. Hann
segir að 24 einstaklingar hafi
sýkst í öðru tilfellinu í Noregi og
fengu níu þeirra nýrnasjúkdóminn
„Hemolytic Uremic Syndrome“,
sem sé alvarlegur og getur leitt fólk
til dauða. Í hinu tilvikinu sýktust níu
manns en enginn þeirra fékk þennan
skæða nýrnasjúkdóm.
Börn borði ekki óbakað deig
„Um er að ræða bakteríu sem
stundum hefur verið kölluð
„hamborgarabakterían“ (E. coli
STEC) og getur verið í mörgum
vörum sem við neytum. Hún finnst
þó aðallega í hökkuðu nautakjöti,
ógerilsneyddum mjólkurvörum og
grænmeti. Hún finnst líka stundum
í hveiti og því ekki ráðlagt að börn
borði óbakað deig,“ segir Hrólfur.
„Viðkvæmustu einstaklingar
sem fá þessa sýkingu eru börn og
gamalmenni. Það þarf mjög lítið
magn til að smitast af völdum
þessarar bakteríu. Því er nauðsynlegt
að steikja hamborgara í gegn – og að
kjarnhiti nái 72 gráðum – til að drepa
þessa bakteríu,“ útskýrir Hrólfur enn
fremur.
Smitið í Efstadal var
umhverfissmit
Hrólfur telur nauðsynlegt að
upplýsa neytendur, aðallega
barnafjölskyldur, um þessar hættur.
Í Evrópu hafi á síðasta ári tæplega
11 þúsund manns sýkst af þessari
bakteríu. „Það er bara tímaspursmál
hvenær við fáum aðra hópsýkingu,
en fyrsta hópsýkingin varð í Efstadal
2019 þegar 22 börn veiktust.
Í Efstadal var stía með þremur
kálfum og hún var þrifin með
háþrýstibúnaði og svo virðist sem
bakterían hafi úðast yfir nálæg borð.
Þannig að smitið í Efstadal var
vegna umhverfissmits sem barst í
fólk sem var að borða á staðnum.“
Heilir nautavöðvar ekki með
bakteríuna inni í sér
Hann bendir á að E. coli bakteríur
séu hluti af þarmaflóru manna
og dýra. Hluti þeirra geti verið
sjúkdómsvaldandi, en alls ekki
allar. „Ástæðan fyrir því að það
þurfi að gegnumsteikja hamborgara
er að E.coli bakterían er komin inn í
miðju borgarans með því að hakka
kjötið. Heilir nautavöðvar eru ekki
með bakteríuna inni í sér og því er
hægt að borða lítið eldaðar steikur.
Bakterían er þá bara á yfirborði
steikanna og við drepum hana þegar
við steikjum á pönnu.
Í sambandi við grænmetið þá
getur vatnið verið smitað sem það
er vökvað með. Uppruninn er alltaf
úr þörmum dýra og manna. Hvað
varðar smit í hveiti, þá eru villt dýr
á ökrum og smitið kemur líklega
frá þeim. Það var gerð könnun á
kornökrum í Svíþjóð og það kom
í ljós að 12 prósent sýna innihélt
bakteríuna. Svipaðar kannanir hafa
verið gerðar í öðrum löndum með
svipuðum niðurstöðum,“ segir
Hrólfur. /smh
Hópsýking:
Upplýsa þarf um smithættu af
vanelduðum hamborgurum
– Ekki ráðlagt að börn borði óbakað deig
Hrólfur Sigurðsson.
Lágmarkskröfurnar
Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð
umsjónarmanna dýra. „Hver sá sem hefur dýr í umsjá sinni skal búa
yfir eða afla sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun viðkomandi
dýrategundar og skal enn fremur búa yfir nægjanlegri getu til að
annast dýrið [...].“
Í reglugerðum um velferð hinna ýmsu dýra má gjarna finna ítarlegri
útlistun á skilyrðum sem dýraeigendur eiga að uppfylla. Til að mynda
er sú krafa gerð til umráðamanna nautgripa, minka og svína að þeir
hafi lokið prófi í búfræði frá landbúnaðarháskóla, lokið námskeiði
viðurkenndu af Matvælastofnun (Mast) eða hafi starfað við umsjá
tiltekinna dýra sem nemur tveimur árum í fullu starfi. Í reglugerð
um velferð hrossa segir að sá sem heldur hross skuli hafa aflað sér
grunnþekkingar á eðli þeirra og þörfum. Umráðamaður sauðfjár eða
geitfjár þarf að sjá til þess að „hver sá sem ber ábyrgð á umönnun
kinda eða geita í hans eigu, hafi hæfni til þess, þekkingu á umönnun og
þörfum dýranna og á lögum og reglum um sauðfjár- og geitfjárhald og
hafi líkamlega og andlega getu til þess að
annast dýrin“.
Hluti af því að annast og halda dýr er
að lúta opinberu eftirliti Mast sem hefur
gæsluhlutverki að gegna og fylgist með
því að ákvæðum laga um dýravelferð
sé framfylgt. Til þess framkvæma
eftirlitsmenn úttektir á þeim stöðum
sem dýr eru haldin. Þar huga þeir að
tilteknum þáttum samkvæmt gátlistum
með skoðunaratriðum sem byggðir eru á
lágmarkskröfum samkvæmt reglugerðum.
Þar er tekið á leyfum, byggingum og búnaði,
verklagi, hollustuháttum, neytendavernd,
velferð og dýrasjúkdómum, svo eitthvað sé nefnt.
Lög um velferð dýra eru nú orðin áratugagömul og á þeim tíma hafa
ýmsar umbætur verið gerðar í utanumhaldi dýra sem talið er að hafi bætt
töluvert stöðu dýra í landbúnaði. Sem dæmi hafa búrhænsn nú verið
bönnuð svo öll íslensk egg eru nú frá lausagönguhænum.
Lögin hafa líka gert Mast kleift að beita sér skilvirkar í krefjandi
málum í eftirliti með dýrum og um það er fjallað í þessu tölublaði
Bændablaðsins. Þótt sjónarmið og skilningur talskonu hins opinbera og
talsmanns bænda sé að mörgu leyti svipaður ber þeim í milli hvernig hið
opinbera, í þessu tilfelli eftirlitsmönnum Mast, er ætlað að leiðbeina þeim
dýraeigendum sem uppfylla ekki lágmarkskröfur í eftirlitsheimsóknum.
Á meðan talsmenn Bændasamtakanna tala um leiðbeiningarskyldu
og „leiðbeinandi hvatningu til úrbóta“, segir talskona Mast eftirlitsmenn
mega stunda fræðslu en ekki ráðgjöf, og „örlítill eðlismunur [sé] þar
á“. En hvort sem um fræðslu, ráðgjöf eða leiðbeiningar er að ræða þá
er það öllum skýrt að ábyrgð á að tryggja velferð og heilbrigði dýra
liggur hjá eigendum dýranna.
Þegar fólk tekur að sér störf sem það hefur virkilegan metnað fyrir
liggur það í hlutarins eðli að það vilji gera betur en lágmarkskröfur
kveða á um. Allir, sem starfa af heilindum, ættu að vilja stefna hærra
en að slefa yfir lágmarkið. Langflestir bændur eru einmitt sammála um
það og þetta sýnir tölfræði yfir heildarniðurstöður Matvælastofnunar á
eftirliti með dýravelferð í ársskýrslu hennar eins og fram kemur í blaðinu.
Mesta hagsmuni af góðri dýravelferð hafa bændur, því ímynd þeirra
og gæðaafurða landbúnaðarins er það verðmætasta sem þeir búa að.
Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.
Allir,
sem starfa af
heilindum,
ættu að vilja
stefna hærra
en að slefa yfir
lágmarkið ...
20% afsláttur
af sápu og sýru 10. - 25. okt
Íslenskur hamborgari sem ekki er nægilega vel eldaður. Hann er hrár í miðjunni og hefur ekki náð 72 gráðum í eldun
sem þarf til að drepa „hamborgarabakteríuna“. Myndir / Aðsendar
Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til
hamborgarakjöts sem ekki var nægilega vel eldað. Sérfræðingur hjá
Matís telur þörf á að upplýsa íslenska neytendur um nauðsyn þess að
steikja hamborgara í gegn.
Bændablaðið kemur næst út 24. október
Hvar auglýsir þú?