Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 39

Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 39
39Á faglegum nótumBændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Stórkaup ehf. | Skútuvogur 9 | 104 Reykjavík Sími 515 1500 | storkaup@storkaup.is Motorscrubber er kraftmikill og fjölhæfur hreinsibúnaður sem tryggir skilvirk og hröð þrif. Skrúbburinn hefur langt og létt skaft sem auðveldar þrif á svæðum sem erfitt er að komast að. Öflug rafhlaða skilar allt að 3 klukku stundum af þráð lausum vinnslutíma. Motorscrubber kemur með fjölbreyttu úrvali bursta sem henta fyrir mismunandi gólfefni og yfirborð, sem gerir hann fullkominn fyrir ýmis verkefni. Hann er frábær fyrir þrif á gólfum, veggjum, stigum og jafnvel heitum pottum. Kynntu þér Motorscrubber á Storkaup.is Rafknúnir skrúbbar er það fyrirtæki að koma úr minni heildarveltu en Lactalis svo árangur franska risans er einstakur. Bandaríski risinn með sætaskipti við Nestlé Í yfirliti Rabobank sést einnig að bandaríska afurðafélagið Dairy Farmers of America (DFA), sem er samvinnufélag þarlendra bænda, hafði sætaskipti við svissneska fyrirtækið Nestlé. Skýringin var ekki mikill framgangur Nestlé, sem var þó 3,4% á milli ára, heldur mun frekar mikið tekjufall DFA en það var alls 11,4%. Skýring á þessu tekjufalli felst aðallega í því að DFA er með frekar umfangsmikla heildsölu á ómeðhöndlaðri mjólk, svo að verðbreytingar á henni koma hratt fram í heildarveltu félagsins. Fonterra ýtir Arla og FrieslandCampina neðar Eins og áður segir hefur Fonterra náð nokkuð sínum fyrri styrk og náði á rekstrarárinu að stinga sér fram fyrir sína helstu keppinauta á alþjóðlegum markaði, Arla og FrieslandCampina. Munurinn á þessum þremur félögum, sem öll eru samvinnufélög kúabænda, er þó lítill en öll eru þau á svipuðum markaði með mjólkurduft og osta, þó svo að áherslumunur sé vissulega til staðar á milli þeirra. Fyrirtæki frá Mexíkó nýtt á listanum Síðasta rekstrarár var einnig áhugavert fyrir þær sakir að nýtt fyrirtæki, mexíkóska Grupo Lala, náði inn á listann yfir 20 stærstu afurðafyrirtæki heims. Þetta fyrirtæki, sem ýtti hinu írska Glanbia út af listanum, bæði jók umsvif sín á þarlendum markaði um 6% en það sem einnig hjálpaði verulega var 11,8% styrking mexíkóska pesóans gagnvart Bandaríkjadal. Fáar sameiningar eða uppkaup Í skýrslunni kemur einnig fram að meðal þessara 20 fyrirtækja á lista Rabobank var lítið um sameiningar eða uppkaup á síðasta rekstrarári og er það nokkuð svipuð staða og var á næstsíðasta rekstrarári. Hins vegar benda sérfræðingar Rabobank á það að margt bendi nú til þess að mörg fyrirtæki séu í startholunum til að kaupa upp eða sameinast. Auk þess hafi mörg fyrirtæki þegar tilkynnt að þau ætli að selja frá sér hluta af núverandi framleiðslu til að sérhæfa enn frekar aðra framleiðslu. Það á við um sölu á ísstarfsemi Unilever, fyrirhuguð sala Fonterra á hluta af starfsemi sinni á neytendamarkaði sem og fyrirhuguð sala General Mills á Yoplait jógúrtfyrirtækinu. Þessar mögulegu breytingar á eignarhaldi fyrirtækja á lista Rabobank undirstrika þá breytingu sem á sér stað nú um stundir þar sem fleiri og fleiri fyrirtæki eru nú að einbeita sér frekar að kjarnastarfsemi sinni og losa sig við ónauðsynlegar rekstrareiningar til að hámarka framtíðarvöxt og arðsemi. Heimild: RaboReseach 2024, Global Dairy Top 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.