Bændablaðið - 10.10.2024, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024Af vettvangi Bændasamtakanna
Norrænu fjölskylduskógarnir
– Bændasamtökin áttu tvo áheyrnarfulltrúa á fundi í Finnlandi
Skandinavíuþjóðirnar eiga mikið
undir timburiðnaði, mismikið þó.
Þessar frændþjóðir okkar halda
úti hagsmunasamtökum; Norrænu
fjölskylduskógunum (NFS), í
frjálslegri þýðingu.
Þau eru
með starfsstöð
í Brussel og
árlegir aðalfundir
eru haldnir með
b r ó ð u r l e g r i
skiptingu milli
l a n d a n n a .
Síðustu ár
hafa þau boðið
f u l l t r ú u m
skógarbænda á Íslandi að sitja fundi
og kynnast fólkinu og samtökunum.
Rætt hefur verið um hvort íslenskir
skógarbændur væru gjaldgengir
aðilar að samtökunum. Bæði hefur
það verið rætt meðal Íslendinga
um hvort það væri mögulegt,
æskilegt og hvað það hefði í för
með sér. Einnig kemur umræðan
reglulega komið upp innan norrænu
samtakanna sjálfra og þau gera sér
grein fyrir mikilvægi samstöðunnar
þrátt fyrir að Ísland komist ekki í
hálfkvisti við hinar þjóðirnar
Nú í september síðastliðnum
fóru tveir fulltrúar á vegum
búgreinadeildar BÍ til Finnlands á
aðalfund NFS. Íslensku fulltrúarnir
voru Dagbjartur Bjarnason,
stjórnarmaður deildarinnar
og Hlynur Gauti Sigurðsson
starfsmaður. Hér á eftir verður
greint frá því helsta sem fór fram í
ferðinni, hvernig tengslin styrkjast
og hvað fór fram á aðalfundinum í
landi jólasveinsins.
Í hópi Norðurlandaþjóða
eru Íslendingar yfirleitt fremur
bláeygðir í málum timburiðnaðar.
Það er ekkert skrítið. Á meðan
þær hafa í aldaraðir byggt hús og
jafnvel háhýsi út timbri úr þeirra
eigin heimaræktuðu skógum hafa
Íslendingar lagt megináherslur á
ósjálfbæran innflutning steinefna
til húsbygginga. Við erum eftirbátar
þeirra, um það verður ekki spurt en
íslensku sendiboðarnir tveir voru
allavega komnir á fundinn til að
hlusta og blanda geði.
Ferðalagið
Finnska borgin Oulu er við
Helsingjabotn, þ.e. nyrsta hluta
Eystrasaltsins, og deilir hnattrænni
breiddargráðu með Reyðarfirði og
Stykkishólmi. Á flugvellinum í Oulu
hittust fundarmenn í rjómablíðu,
sunnudaginn 8. september, fyrir
utan tvo Dani sem höfðu ákveðið
að keyra. Það fór reyndar þannig að
þau sameinuðust ekki hópnum fyrr
en að morgni þriðjudags, sem var
hinn eiginlegi fundardagur en líka
dagur heimferðar. En allt í góðu.
Föruneytið var skipað einum Dana
(hann kom með flugi), tveimur
Íslendingum, þremur Norðmönnum,
fjórum Finnum, sjö Svíum og
starfsmanni NFS, Ungverja
búsettum í Brussel.
Strax við upphaf ferðar var komin
seinkun sem varð þess valdandi að á
fyrsta skoðunarstað var ekki farið út
úr rútunni heldur einungis horft út
um gluggann. Það var áhugaverður
barna- og unglingaskóli í smábænum
Pudasjarvi þar sem byggingar voru
sérstaklega vistvænt hannaðar
og skólastarfið tók mið af því.
Skólasvæðið er um einn hektari
og var byggt fyrir átta árum. Þessi
nálgun á námið skilar sér í meiri
vellíðan og betri námsárangri. Og
talandi um uppbyggjandi leik og
starf fyrir krakka þá eru Finnar
nýlega búnir að kynna skemmtilegan
tölvuleik sem heitir Pocket Forest,
gefið út af Koko games.
Á leiðinni á náttstað á hótel
Iso-Syöte, mátti víða sjá hreindýr
inni í víðfeðmum barrskóginum.
Íslendingar furðuðu sig á því
hvað lítið væri um hefðbundið
landbúnaðarland á þessum slóðum.
Það kemur víst til út af rótgrónum
búskaparháttum. Leið okkar lá við
jaðar Lapplands, ekki langt frá
heimili jólasveinsins í Rovaniemi
þar sem er fyrst og fremst stundaður
hjarðbúskapur með hreindýr. Svo
virtist sem hreindýrin nytu þess að
spígspora þurrum fótum innan um
stæðileg furutrén, en manni sýndist
að án trjánna hefði landið verið ein
stór mýri.
Við sólarupprás morguninn eftir
sáum við döggina læðast yfir viði
vaxnar hæðir og spegilslétt vötn allt
um kring. Stórfengleg sýn. Að hugsa
sér, að svona gæti það litið út alla
Skógarströndina við Breiðafjörð.
Að loknu morgunkaffinu
var farið á fyrsta skipulagða
viðkomustað dagsins; Pölkky Oy
sögunarmylluna í sveitarfélaginu
Taivalkoski. Vinnsluálmurnar voru
risastórar, vélarnar voru tæknilegar
og öll gólf voru með ólíkindum
þrifaleg. Að jafnaði skilar vinnslan
85 metrum af flettum borðviði
á mínútu. Það virtist því sem
flokkunin færi fram bæði vélrænt og
sjónrænt því vaktmenn fylgdust vel
með öllu. Uppistaða hráefnisins var
skógarfura 80% og rauðgreni 20%.
Vinnslusvæðið er á um 100 hekturum
og þjónustusvæðið er í um 150
kílómetra radíus. Til samanburðar
er bein lína frá Siglufirði til Víkur
í Mýrdal 300 kílómetrar. Í Pölkky
starfa 80 manns í allt og unnið er á
tveimur vöktum á sólarhring. Þegar
eftir því var spurt sagði hæstráðandi
að það væri ekkert útilokað að þeir
réðu Íslending til starfa yrði eftir
því leitað.
Á hótel Kiannon Kuohut í
sveitarfélaginu Suomussalmi
var næst fyrirlestur frá einu
finnsku landshlutabundnu félagi
skógarbænda en umfang þess er
ögn landminna en Ísland. Síðustu
ár hefur starfið gengið þungt og
hafa bændur selt jarðir sínar til
stórfyrirtækja. Samstöðumátturinn
er aftur að koma saman enda mikið
í húfi fyrir bændur.
Að lokum var straujað í átt til
rússnesku landamæranna með
örstuttu túristastoppi hjá elstu sjoppu
Finnlands; Jalavan Kauppa, þar sem
Hlynur Gauti
Sigurðsson.
Hópmynd af fundarmönnum Finnlandsmegin við landamæri Rússlands.
Við Raate-veginn má finna ýmis
ummerki eftir stríðsátök, svo sem
skotgrafir.
Í elstu sjoppu Finnlands var allt gamalt.
VARAHLUTIR Í
KERRUR
Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 517 5000 | stalogstansar.is
st’ al og
Bílabúðin
Stál og stansar