Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 5
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
3
Ahættudjúpið
Islands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn
þó að töf yrði á framsóknar leið.
Eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knörr,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt
þá er eðlið samt eitt -
eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið.
Þannig kveður Örn Arnarson
um íslenska sjómenn, íslands
Hranfnistumenn, og þá þróun
sem þeir hafa gengið í gegnum í
gegnum aldirnar. Þeir hafa tekið
áhættu og lagt á djúpið á ýmsum
fleytum í gegnum tíðina. En til-
gangur sjómannsins er alltaf hinn
sami og gengur út á að draga
björg í bú; þjóðarbú og eigið bú.
Með hliðsjón af þeirri ætlun þá
fylgja sjómenn köllun sinni og
leggja á djúpið túr eftir túr jafnvel
þótt þeir geri sér grein fyrir því að
starfinu fylgir ákveðin áhætta.
I Lúkasarguðspjalli er frásaga af
mönnum sem lögðu á djúpið og
tóku áhættu. Þetta er sagan af því
þegar Jesús kallar þrjá fyrstu læri-
sveina sína til starfa, þ.e. Símon
Pétur og bræðurna Jakob og Jó-
hannes Sebedeussyni. Áður var
Jesús sjálfur búinn að taka áhættu
við boðun fagnaðarerindisins um
Guðs ríkið m.a. í sínum heimabæ
Nasaret, en þar skelltu menn
skollaeyrum. Þegar Jesús hittir þá
þremenninga við Genesaretvatn
þá segir hann við Símon Pétur:
„Legg þú á djúpið". Sterk orð og
eftirminnileg. Annars vegar gæti
Jesús hafa átt við: „Við skulum
koma á sjóinn, leggja netin og at-
huga hvort hann gefi sig ekki.u
Hins vegar gæti hann hafa verið
að segja: „Komdu með mér á
djúp boðunarinnar, taktu þá
áhættu með mér að boða fagnað-
arerindið um Guðs ríki.“ Þre-
menningarnir brugðust við báð-
um merkingunum því þeir fóru
fyrst á fiskveiðar en síðan ákváðu
þeir að fylgja Jesú út á áhættudjúp
boðunarinnar og „mannaveið-
anna“.
Sæfarendur og landkrabbar geta
verið sammála um að það fylgir
því ákveðin áhætta að leggja á
djúpið. „Og hvort sem fleytan er
smá/eða seglprúð að sjá“ þá verð-
ur ekki fram hjá því litið að sjó-
mennskan er áhættusöm atvinna.
Skipakostur, fjarskiptatækni og
öryggisbúnaður hafa vissulega
eflst að miklum mun á
síðustu árum að ógleymd-
um björgunarsveitum
sjálfboðaliða sem eru til
taks hvenær sem er. Fyr-
ir slíkt hugsjónastarf
ber að þakka og fyrir
það skal þakkað hér. Sú þökk er
einlæg því þetta er hugsjónastarf
sem á sér rætur í kristinni trú.
Þarna er um að ræða viljann til
þess að elska náunga sinn og
koma honum til bjargar í neyð-
inni. Þess vegna eigum við að
horfa jákvæðum augum til starfs-
semi sveitanna og styrkja starf
þeirra með ráðum og dáð því þá
um leið erum við að lágmarka þá
áhættu sem fylgir því að leggja á
djúpið og sækja gull í greipar
ægis.
Sagt er að líkt og sjórinn sé
sannkallað djúp þá sé lífið einnig
eitt alsherjar djúp, og líkt og það
sé áhætta að leggja á djúp sjávar-
ins þá sé það einnig áhætta að
leggja á djúp lífsins. Það skiptir
máli hvernig við leggjum á
áhættudjúp sjávarins eða lífsins.
Við ættum alltaf að leggja á djúp-
ið eftir Drottins orði og hafa
Guðs orð að leiðarsteini í stafni.
Annars vegar með iðkun bænalífs-
ins og hins vegar með góðri fram-
komu okkar við aðra menn.
Þannig verðum við betur í staklc
búin til þess að takast á við áföllin
sem vissulega fylgja því að sigla
um áhættudjúp lífs og sjávar.
Eg óska íslenskum sjómönnum
til hamingju með hátíðardaginn
og bið góðan Guð að leiða þá æv-
inlega heila í höfn í gegnum lífs
og sjávar brim og boðaföll.
Magnús Magnússon
Ólafsvík
Útgefendur : Auglvsingar: Próförk:
Sjómannadagsráðin Ólafur H. Steingrímsson Atli Alexandersson
Ólafsvík og Hellissandi Pétur S. Jóhannsson Ritnefnd:
Ritstjóri og ábyrgðarmaður : Umbrot, prentun, bókband: Pétur S. Jóhannsson
Pétur S. Jóhannsson Steinprent ehf. Ólafsvík Björn E. Jónasson
Skálholt 13, 355 Ólafsvík, sími: 436 1524, Viðtöl: Jónas Gunnarsson
e-mail: psj@simnet.is Páll Stefánsson
Forsíðumynd: Magnús Magnússon Jóhann Rúnar Kristinsson
Jóhann Pétursson
Frá Rifshöfn. Ljósmyndari er Ingi Dóri Einarsson
Sigurjón Bjarnason Ásgeir Jóhannesson Pétur S. Jóhannsson