Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 5

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 5
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 3 Ahættudjúpið Islands Hrafnistumenn lifðu tímamót tvenn þó að töf yrði á framsóknar leið. Eftir súðbyrðings för kom hinn seglprúði knörr, eftir seglskipið vélknúin skeið. En þótt tækjum sé breytt þá er eðlið samt eitt - eins og ætlunarverkið er sjómannsins beið. Þannig kveður Örn Arnarson um íslenska sjómenn, íslands Hranfnistumenn, og þá þróun sem þeir hafa gengið í gegnum í gegnum aldirnar. Þeir hafa tekið áhættu og lagt á djúpið á ýmsum fleytum í gegnum tíðina. En til- gangur sjómannsins er alltaf hinn sami og gengur út á að draga björg í bú; þjóðarbú og eigið bú. Með hliðsjón af þeirri ætlun þá fylgja sjómenn köllun sinni og leggja á djúpið túr eftir túr jafnvel þótt þeir geri sér grein fyrir því að starfinu fylgir ákveðin áhætta. I Lúkasarguðspjalli er frásaga af mönnum sem lögðu á djúpið og tóku áhættu. Þetta er sagan af því þegar Jesús kallar þrjá fyrstu læri- sveina sína til starfa, þ.e. Símon Pétur og bræðurna Jakob og Jó- hannes Sebedeussyni. Áður var Jesús sjálfur búinn að taka áhættu við boðun fagnaðarerindisins um Guðs ríkið m.a. í sínum heimabæ Nasaret, en þar skelltu menn skollaeyrum. Þegar Jesús hittir þá þremenninga við Genesaretvatn þá segir hann við Símon Pétur: „Legg þú á djúpið". Sterk orð og eftirminnileg. Annars vegar gæti Jesús hafa átt við: „Við skulum koma á sjóinn, leggja netin og at- huga hvort hann gefi sig ekki.u Hins vegar gæti hann hafa verið að segja: „Komdu með mér á djúp boðunarinnar, taktu þá áhættu með mér að boða fagnað- arerindið um Guðs ríki.“ Þre- menningarnir brugðust við báð- um merkingunum því þeir fóru fyrst á fiskveiðar en síðan ákváðu þeir að fylgja Jesú út á áhættudjúp boðunarinnar og „mannaveið- anna“. Sæfarendur og landkrabbar geta verið sammála um að það fylgir því ákveðin áhætta að leggja á djúpið. „Og hvort sem fleytan er smá/eða seglprúð að sjá“ þá verð- ur ekki fram hjá því litið að sjó- mennskan er áhættusöm atvinna. Skipakostur, fjarskiptatækni og öryggisbúnaður hafa vissulega eflst að miklum mun á síðustu árum að ógleymd- um björgunarsveitum sjálfboðaliða sem eru til taks hvenær sem er. Fyr- ir slíkt hugsjónastarf ber að þakka og fyrir það skal þakkað hér. Sú þökk er einlæg því þetta er hugsjónastarf sem á sér rætur í kristinni trú. Þarna er um að ræða viljann til þess að elska náunga sinn og koma honum til bjargar í neyð- inni. Þess vegna eigum við að horfa jákvæðum augum til starfs- semi sveitanna og styrkja starf þeirra með ráðum og dáð því þá um leið erum við að lágmarka þá áhættu sem fylgir því að leggja á djúpið og sækja gull í greipar ægis. Sagt er að líkt og sjórinn sé sannkallað djúp þá sé lífið einnig eitt alsherjar djúp, og líkt og það sé áhætta að leggja á djúp sjávar- ins þá sé það einnig áhætta að leggja á djúp lífsins. Það skiptir máli hvernig við leggjum á áhættudjúp sjávarins eða lífsins. Við ættum alltaf að leggja á djúp- ið eftir Drottins orði og hafa Guðs orð að leiðarsteini í stafni. Annars vegar með iðkun bænalífs- ins og hins vegar með góðri fram- komu okkar við aðra menn. Þannig verðum við betur í staklc búin til þess að takast á við áföllin sem vissulega fylgja því að sigla um áhættudjúp lífs og sjávar. Eg óska íslenskum sjómönnum til hamingju með hátíðardaginn og bið góðan Guð að leiða þá æv- inlega heila í höfn í gegnum lífs og sjávar brim og boðaföll. Magnús Magnússon Ólafsvík Útgefendur : Auglvsingar: Próförk: Sjómannadagsráðin Ólafur H. Steingrímsson Atli Alexandersson Ólafsvík og Hellissandi Pétur S. Jóhannsson Ritnefnd: Ritstjóri og ábyrgðarmaður : Umbrot, prentun, bókband: Pétur S. Jóhannsson Pétur S. Jóhannsson Steinprent ehf. Ólafsvík Björn E. Jónasson Skálholt 13, 355 Ólafsvík, sími: 436 1524, Viðtöl: Jónas Gunnarsson e-mail: psj@simnet.is Páll Stefánsson Forsíðumynd: Magnús Magnússon Jóhann Rúnar Kristinsson Jóhann Pétursson Frá Rifshöfn. Ljósmyndari er Ingi Dóri Einarsson Sigurjón Bjarnason Ásgeir Jóhannesson Pétur S. Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.