Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 30

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 30
28 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Soffanías Cecilsson. Formaður frá 1981 til 1998 Hjálmar Kristjánsson fram- kvæmdarstjóri í Rifi tók við af honum. Það vekur athygli að í sextíu og sex ára sögu félagsins þá eru að- eins fimm stjórnarformenn í fé- laginu og þar af eru þrír sem stjórna því í sextíu ár. Þrír framkvæmdastórar Kristmann Jóhansson var ráð- inn fyrsti framkvæmdarstjóri fé- lagsins 1938 og gengdi hann því starfi til ársins 1963 eða í 25 ár. Ásgeir Ágústsson tók við fram- kvæmdarstjórastarfinu af Krist- manni og gegndi hann því til árs- ins 1975 eða í 12 ár. Fram- kvæmdarstjóri frá 22. ágúst 1975 til 31.des 1975 var Víklngur Jó- hansson en frá 1. jan 1976 til 31. des 2004 gegndi Gissur Tryggva- son þessu starfi eða í 29 ár. Aðeins þrír framkvæmdastjórar hafa stýrt þessu félagi í sextíu og sex ára sögu þess að undanskyld- um fjórum mánuðum. Félagið selt I maí 2000 var samþykkt á Al- þingi að gera hlutafélag úr samá- byrgð Islands og í kjölfarið að selja félagið. Þar sem bátaábyrgð- arfélög sem starfandi voru hér á landi voru með allar sínar trygg- ingar í gegnum Samábyrgðina þá var þetta mikið mál fyrir þau og því úr vöndu að ráða. Á fundi 30. ágúst 2000 var gengið frá kauptil- boði til iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytisins í Samábyrgð Islands h/f og jafnframt gengið frá samn- ingi Gróttu og Bátatryggingu Breiðafjarðar um kaup á hugsan- legum hlut Varðar á Akureyri í Samábyrgðinni, en Vörður var þá að verða sjálfstætt tryggingarfélag. Á þessum tímamótum hafði Sjó- vá Almennar tryggingar h/f yfir- tekið Vélbátaábyrgðarfélag Isfirð- inga. Þann 29. des 2000 er það orðið Ijóst að kaupendur að Samábyrgð Islands h/f eru Vélbátaábyrgðar- félagið Grótta, Bátatrygging Breiðafjarðar og Sjóvá Almennar tryggingar h/f. Ætlunin var að gera eitt stórt tryggingarfélag úr Samábyrgð- inni, Gróttu og Bátatryggingu Breiðafjarðar. Ekki gekk það eftir. Mánudaginn 2. júlí 2001 var fundur haldinn í stjórn Báta- tryggingar Breiðafjarðar þar sem upplýst var að Grótta hefði geng- Hjálmar Kristjánsson. Síðasti formaður stjórnar. ið til samninga við Sjóvá Al- mennar tryggingar h/f um að selja þeim hlut sinn í Samábyrgð íslands og afhenda þeim trygg- ingarstofn sinn þann 1. okt n.k. Einnig hefði komið tilboð frá Sjóvá Almennum tryggingum h/f í hlut Bátatryggingar Breiðafjarð- ar í Samábyrgðinni og í trygging- arfélagið sjálft. Samþykkt var á þessum fundi með fyrirvara um samþykki félagsfundar, að ganga að þessu tilboði þar sem öll Kristmann Jóhannsson. Framkvæmdastjóri frá 1938 til 1963. Eigandi myndar er Ljós- myndasafn Stykkishólms samningsstaða félagsins væri nú nánast engin og félagið ekki nógu öflugt til þess að starfa sjálfstætt. Félagsfundur var svo haldinn 16. júlí 2001 og var framangreind sala þar samþykkt. Lok félagsins Á aðalfundi félagsins 29. maí 2002 var svo samþykkt að leggja félagið niður og gerðar ráðstafanir um slit á þvf. Næstu tvö árin fóru svo í ýmis uppgjör og vinnu við að greiða félagsmönnum út eign félagsins. Þar með er sögu félagsins lokið en að sjálfsögðu þá eru ekki allir þeir aðilar sem setið hafa í stjórn félagsins á þessum tíma taldir hér upp, aðeins stjórnarformenn og framkvæmdarstjórar. Að lokum vil ég óska öllum sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn með von um að þeim megi vel farnast um ókomna tíð og þakka ég gott samstarf í þessi tuttugu og átta ár sem við höfum unnið saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.