Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 6

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 6
4 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Sveinbjörn Benediktsson f.v. póst- og símstöðvarstjóri og útgerðarmaður á Hellissandi Þegar komið var að máli við mig um að fróðlegt gæti verið og gaman, að spjallað yrði við Sveinbjörn Ben. þá vakti það strax áhuga minn vegna þess að ég vissi hann hafsjó af fróðleik um nánast alla síðustu öld. Vorið 2005 heimsótti ég hann á dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi. Hann var þá andlega mjög hress og sagðist dvelja þar í góðu yfirlæti. Það eina sem skyggði á væri missir eiginkonu hans, Astrósar, árið 1999. Svein- björn tók umleitan minni um viðtal vel og sagði glettnislega: „Á ná að fara að rekja garnirnar ár mér“? Því miður náði ég ekki nema einu spjalli við hann vegna þess að hann andaðist þann 26. janáar s.l. Sveinbjöm, ertu fieddur á Hell- issandi? Nei, en ég er samt Snæfellingur, fæddur í Grafarnesi í Grundarfirði þann 6. október 1918. Faðir minn, Benedikt S. Benediktsson, var fæddur og uppalinn á Patreks- firði og starfaði hann þar hjá Pétri Halldórssyni konsál og fiskkaup- manni, sem lét reisa hás og setti upp fiskvinnslu árið 1915 í Graf- arnesi. Fékk hann pabba til að standa fyrir þeim viðskiptum. Þetta var fyrsta hásið sem reist var á þeim stað sem ná stendur hinn myndarlegi kaupstaður, Grundar- fjörður. Það var einlyft með risi, stóð á kampinum rétt hægra meg- in við aðalbryggjuna. Fiskverkun- in var niðri en báið uppi á loft- inu. Það var rysjótt veðurfar á Is- landi á þessum tíma, miklar frost- hörkur og ísavetur. Ekki furða þótt ungum manninum yrði kal- samt á loftinu einsömlum, nóg var af fríðum og föngulegum stálkum í firðinum. Hann réði sér ráðskonu sem stóð fyrir heimilinu í Gröf um þessar mundir, Geir- þráði Kristjánsdóttur, sem fædd var í Ólafsvík 26. október 1889. Svo fór að þau felldu hugi saman og giftust. I þessu hási fæddist ég frostaveturinn mikla, þann 6. október 1918 og Halldór bróðir minn líka árið 1920. Við fluttum til Patreksfjarðar árið 1920 og þar fæddist Unnur systir okkar. Faðir minn starfaði við skrifstofustörf hjá Pétri Halldórssyni til ársins 1927 er fjölskyldan flutti til Hell- issands og hann tók að sér að reka fiskverkun og verslun fyrir Tang og Riis. Á þessum tíma var heimskreppan mikla að byrja og mjög erfitt með kaup og sölu á vörum til og frá landinu og af þeim sökum varð fyrirtækið gjald- þrota árið 1932. Faðir minn hafði hug á að kaupa hásnæðið og reksturinn. Kaupfélag Hellissands var þá nýlega stofnað og versluðu þeir í hási Sæmundar Halldórs- Sveinbjörn Benediktsson og Ástrós Friðbjarnardóttir. Flytjum öllum sjómönnum í Snæfellsbæ og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur í tilefni sjómannadagsins Landflutningar JJ SAMSKIP

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.