Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 70
68
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
greinarmun á lífsgæðum og flokk-
ar þau í þrjá flokka:
Veraldargæði, sem eiga sér rætur
utan við manneskjuna eins og t.d.
peningar, kvóti, völd og fl.
Andleg gæði eru aftur tengd sál-
argáfum fólks og eiga rætur í
mannfólkinu sjálfu og menning-
ararfi þjóðarinnar. Hlutverk
menntastofnanna er meðal annars
að auka hin andlegu gæði, það er
hæfileikann til þess að ímynda sér,
skilja og skapa.
Siðgæði er sá hæfileiki sem fólg-
inn er í góðri dómgreind sem
skapast af þrem þáttum; frelsi,
réttlæti og kærleik sem eru undir-
stöður allrar dómgreindar, sem
hlúa verður að, annars rýrna þau
og dómgreindin í samfélaginu
minnkar.
Ekki er allt gull sem glóir
Margur Islendingurinn hefur
nú týnt sjálfum sér í lífgæða-
kapphlaupinu. I kjölfar góðæris-
ins hefur verðmætamat okkar
skekkst, fólk hefur fjarlægst hvert
annað, firrst veraldlegum tengsl-
um, firrst ábyrgð og sannri lífs-
gleði. Þetta hefur síðan birst okk-
ur í auknu þunglyndi, fíkniefna-
neyslu, hóflausri skemmtanafíkn,
endalausum gerviþörfum, skiln-
uðum og sjálfsvígum.
Skýringin á þessu er að hluta til
sú, að nú til dags þarf enginn að
bíða eftir neinu né safna fyrir
nokkrum sköpuðum hlut. Allt
gerist fljótt og fyrirhafnarlaust og
því vantar þessa sameiginlegu bar-
áttu og markmið og með því
hverfur stór hluti af tilgangi
brauðstritsins og hins daglega lífs.
Með öðrum orðum góðærið
hefur fært okkur betri efnahag en
lakara og innihaldslausara líf.
Það hefur auðvitað enginn
áhuga á því að snúa aftur til fyrri
fátæktar og allsleysis, en öll viljum
við leitast við að njóta þeirra
gæða, sem okkur hefur hlotnast.
En það má samt ekki vera á
kostnað þeirrar hamingju sem býr
innra með okkur og þeirra verð-
mæta, sem felast í gleðinni og
gæfunni að vera til. Því eins og
máltækið segir þá er ekki allt gull
sem glóir.
Viðfangsefni okkar eru meðal
annars að hlúa að þeim verðmæt-
um sem felast í mannlegum sam-
skiptum, andlegum lífsgæðum,
frjórri hugsun, tómstundum og
daglegri velferð. Það mikilvægasta
í okkar lífi eru fjölskyldur okkar
og ástvinir og það er á okkar
ábyrgð að fmna tíma fyrir hvort
annað. Ástin og vinskapur verður
hvorki keyptur né seldur þannig
að það er á allra færi að skapa sér
og sínum hamingjuríkt líf, því
eins og sagt er þá veit enginn hvað
átt hefur fyrr en misst hefur og
sæll er sá er sínu unir.
Lifið heil.
S/@^ar
r / ÖÍ4SJS
WÉgSti DYRKORNAS
■BSSSSSSBi__
Skútuvogi 6 - 104 Reykjavík
Síml 553 3311 - Fax 553 3336
www.sjo.ls - sjo@sjo.ls
TiC fiamincjju með daginn, sjómenn d SruefeCCsnesií \
Guðmundur Rundlfssdn hf Sólvöllum 2, 350 Grundarfirði.
RA6NAR & ÁSCEIR STYKKISHOLMI - CRUNDARFIRÐI -SNÆFELLSBÆ Scadum <rýómömtum
d Stuv£elid*ie<ii
Afgreiðsla í Snæfellsbæ:
Snoppuvegi 4, Ólafsvík &eitt<zá<i4tfo c titefati
Símar: 436 1619 & 892 1807 &jám<z*M<zdjzy4i#i&!