Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 80

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 80
78 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Sjómannadagurínn Hellissandi og Rifi 2005 Hátíðarhöldin hófust eftir há- degi á laugardeginum í blíðskap- arveðri. Byrjað var á því að keppa í kappróðri, sem hefur verið í hvíld síðustu 2 ár vegna dræmrar þátttöku. Að þessu sinni var mjög góð þátttaka og alls tóku þátt 8 keppnislið. Það var áhöfnin á Magnúsi SH sem bar sigur úr být- um eftir geysilega skemmtilega keppni. Því næst var haldið upp í smábátakrik- ann þar sem var smá tímaþraut. I hana þurfti 4 menn í lið og voru meðal annars dregnir belgir, staflað körum, stutt hlaup og endað á því að hver maður átti að kasta netahring frá flotbryggju út í kar sem var í höfninni. Gefnar voru +10 sek í refsingu fyrir hvern hring sem ekki fór í karið. Það voru sam- einaðir snurvoðarkarlar sem urðu fljótastir og munaði ekki nema einum netahring á 1. og 2. sæti, og voru það netamennirnir sjálfir á Saxhamri, sem klikkuðu á ein- um hring og þurftu því að láta í minni pokann að þessu sinni, eftir afar skemmtilega keppni. Að lokinni tímaþraut var farið í hinn árlega koddaslag, sem er í miklu uppáhaldi hjá yngri kyn- slóðinni og geysileg bárátta var um titilinn koddakóngur og koddadrottning. Einnig var keppt í lyftarakeppni sem er ný grein og er ekki annað að sjá en að hún sé komin til að vera. Þátt tóku keppendur frá KG fiskverkun, Sjávariðjunni, Fisk- markaði Islands og Hraðfrystihúsi Hellissands, og var það Bjarni Hauksson frá Hraðfrystihúsi Hell- issands sem vann nauman sigur á Andra Steini Benediktssyni, sem keppti fyrir Fiskmarkað Islands. Síðan var farið í skemmtisigl- ingu með Báru SH, Esjari SH og björgunarskipinu Björgu. Að lok- inni skentmtisiglingu var hljóm- sveitin Bít með bryggjuball. Sunnudagurinn hófst svo með sjómannamessu í Ingjaldshóls- kirkju fyrir hádegi þar sem blóm- sveigur var lagður að minnisvarða um sjómenn sem hvíla í votri gröf. Hátíðarhöldin voru svo með venjubundnu sniði í sjómanna- garðinum kl. 13:30. Hátíðarræð- una flutti Konný Breiðfjörð Leifs- dóttir trillusjómaður frá Arnar- stapa. Heiðraður var aldraður sjó- maður og var það Kristinn Jón Friðþjófsson sem sá um að heiðra Kristján Þorkelsson og konu hans Sigríði Mat'kúsdóttir. Þá voru veitt verðlaun fyrir hinar ýmsu keppnir sem fram fóru á laugardeginum. Að því loknu kom Bjarni töframaður og var hann með töfra- brögð og sprell fýrir yngri kynslóðina, og þeir eldri skemmtu sér ekkert síður yfir. Að sjálfsögðu var svo reiptog og tunnu- hlaup fyrir krakkana. Að hátíðarhöldum loknum í Sjómanna- garðinum var haldið í hið árleglega kaffi- hlaðborð SVD Helgu Bárðardóttur í Röstinni. Hátíðarhöldunum lauk svo um kvöldið með sjómannahófi í Rösdnni þar sem voru bornar fram kræsingar frá Múlakaffi og Bjarni töframaður sá um veislu- stjórn og skemmtiatriði, og hljómsveitin BufF sá um að halda uppi fjöri fram eftir nóttu. Stefán Jóbann Svansson Bjarni Hauksson sem vann lyftarakeppnina ásamt Sjómannadagsráðsmönnum. Sendum sjómönnum oq (jölskyldum þeirra haminqjuóskir á sjómannadaginn. * HOTEl. OlafsOtk 9íóteí Óíafsvf Otafsbraut 20, Snœfettsbœ * HOTEE OlafsVík

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.