Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 62

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 62
60 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 indi til að sjóða járn frá 5mm þykkt og upp úr. Þessum réttind- um verð ég að viðhalda með því að mæta í próf eða úttekt á 2 ára fresti hjá Iðntæknistofnun þar sem allar suður eru röntgenmynd- aðar í bak og fyrir“. Árið 1998 tók Elías hið svokallaða pungapróf Elías við rennibekkinn á verkstæðinu. sem gefur skipstjórnarréttindi á 30 tonna báta. Standa sig í starfi Snemma beygðist krókurinn hjá Elíasi er snéri í átt til starfa og þar var áðurnefndur metnaður sann- arlega til staðar. Þegar hann var 8 ára gamall, eða á Reykjavíkurár- um sínum, var hann farinn selja dagblöð í Austurstræti. Þar var metnaður lagður í selja sem mest því þeir sem það gerðu fengu for- gang að því að sækja sér blöð í prentsmiðjuna og gátu því tekið sér fleiri blöð en hinir sem ekki komust þangað og fengu aðeins úthlutað ákveðnum fjölda. „Já, ég komst nokkrum sinnum í verk- smiðjuforgang“ segir Elías og brosir út í annað. Hann var 10 ára gamall þegar hann var farinn að vinna í skreið í Ólafsvík og gaf ekkert eftir. Eftir önnina í Iðn- skólanum í Reykjavík tóku við 5 sjómennskuár frá 1987-’92 á ýms- um bátum. Samningsárin á Hornafirði voru blanda af námi og starfi, sem átti eftir að nýtast vel þegar fram liðu stundir. Árið 1998 ákvað Elías að nýta sér pungaprófið og keypti sér trillu en honum fannst það ekki álitlegur kostur að starfa við til langframa. „Þetta skilaði litlu þegar upp var staðið. Eilífur eltingarleikur við fiskinn út af Vestfjörðum og norð- ur af Skagaströnd. Þetta var hálf- gert sígaunalíf og síður en svo fjöl- skylduvænt. Það eina góða sem þetta gaf af sér var að ég kynntist konunni á Suðureyri er ég gerði út þaðan“. Árið 2000 var trillan því seld og ekkert hefur verið gælt við trilluútgerð síðan. Þegar Elías og Elín fluttu til Ólafsvíkur fyrir fjór- um arum og var hann vélstjóri um borð í Leifi Halldórssyni í nokkra mánuði. Fyrri hluta árs 2003 fór Elías að vinna í Vélaþjónustu Þor- gríms. Eftir að Þorgrímur veiktist um mitt ár 2003 varð það úr að Elías keypti fyrirtækið og hóf það starfsemi á hans nafni 1. ágúst 2003 undir nafninu Vélsmiðjan Víkurhöfn. „Þetta er þjónustu- starf og maður þarf að standa sig í starfi ef þetta á að ganga upp en vinnudagarnir geta stundum verið býsna langir“ Elías segist vera þakklátur fyrir þær góðu móttök- ur sem fyrirtækið en uppbygging- in taki vissulega tíma. „Þetta ger- ist hægt og bítandi. Við erum tveir starfsmennirnir í dag auk konunnar minnar, sem sér um bókhaldið, auk þess að vera í rúm- lega 60% starfi á Leikskólanum. Það þarf að halda vel á spöðunum ef allt á að ganga upp“. Stærstu kúnnar Víkurhafnar eru smábáta- útgerðarmenn og aðalstarfsemin gengur út á viðhald og vélaniður- setningar í smábátana. Einnig er Elías þjónustuaðili á öllu Snæfells- nesi fyrir vélar frá Volvo penta og Yanmar auk þess að þrykkja glussaslöngur og vera með vörur frá Barka. Þá smíðar hann allt Verslun - veitingar - bensín - olíuvörur Smur- dekkja- og vélaviðgerðir Opið frá 900-2300 - Verið velkomin

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.