Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 51
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
49
hentaði, minni mikið á það sem
sagt var að Stalín hafi látið skipa
tlómurum að gera, austur þar hér
áður fyrr, burt séð frá sekt eða
sakleysi. Málið fór þannig í Hér-
aðsdómi að ráðuneytið náði sínu
en í Hæstarétti var Jökull h.f.
sýknaður. Þessi málarekstur kost-
aði okkur að sjálfsögðu mikið fé
og mikla áreitni og gerði okkur
erfitt fyrir á margan hátt.
Eg og fjölskylda mín vor-
um ásökuð um kvóta-
þjófnað og fl. í þeim dúr.
Það voru dregnir margir
fánar að húni á Hell-
issandi og í Rifi, morgun-
inn sem fréttist af sýknu-
dómi Hæstaréttar . Það
var tekið frí í vinnunni
eftir hádegið og komið
saman í kaffistofunni í
Jökli, fagnað og spjallað
og notið veitinga. A góð-
um stundum tökum við
Hrefna konan mín fram
bunka af heillaóskaskeyt-
um sem við fengum í til-
efni af sýknudómi Hæstaréttar.
Við flettum og hugsum til þess
fjölda sem samgladdist með okkur
yfir því að það skyldi takast að
hnekkja þessu pólitíska óþokka-
bragði“ segir Skúli að lokum.
Lokaorð
Til að draga saman nokkra
helstu þætti í lífi Skúla þá var
hann oddviti í Neshreppi utan
Ennis frá 1954-1966, 1970-1974
og 1978-1981 eða í 19 ár samtals.
Eftir að Skúli hættir þingstörfum
1991, en hann er þá búin að vera
við þingstörf í 20 ár, þá hefur
hann sannarlega látið mikið til sín
taka á Hellissandi og í sínu bæjar-
félagi, Snæfellsbæ. Hann annaðist
rekstur gistihússins Gimli og var
síðar aðalhvatamaður að byggingu
Hótels Hellissands þar sem hann
fékk valinkunna bæði heimamenn
og burtflutta til að taka þátt í því
verkefni. Hann hefur unnið mikið
að skógrækt og verið virkur í öll-
um umhverfismálum. Þá er hann
vinsæll leiðsögumaður hér á svæð-
inu og gjörþekkir alla sögustaði
Snæfellsbæjar og víðar. Sjóminja-
safnið á Hellissandi er Skúla hug-
leikið og hann er ásamt fleiri
mönnum að vinna að eflingu
þess. Skúli hefur einnig unnið
mikið að varðveislu gamalla húsa
á Hellissandi og þar Lárusarhús
gott dæmi. Þá hafa þau hjón
Hrefna og Skúli tekið mikið af
myndum og eiga því mikið safn
frá margskonar viðburðum. Það
kemur víða fram í þessi viðtali að
Skúla er mjög í mun að Snæfells-
bær nái að eflast og dafna og
margt sé í pípunum að svo verði á
næstu misserum. Hann gefur að
líka bæjastjórnarmönnum gott
veganesti er hann segir að bæjar-
fulltrúar verði að hafa skýra fram-
tíðarsýn og vera sífellt að
hugleiða hvað framtíðin
beri í skauti sér og huga
að framþróun byggðarlag-
anna. Þeir séu til þess
kosnir af bæjarbúum.
Þetta viðtal við Skúla er
orðið talsvert langt en að
sjálfsögðu kemur ekki allt
fram en af nógu var að
taka. Skúli er afar minn-
ugur og segir skemmti-
lega frá og oft rak hann
upp sínar hlátursrokur,
sem hann er frægur fyrir,
þegar eitthvað broslegt
kom upp. Ekki er að efa
að öllu þessu starfi Skúla
hafi fylgt mikið álag á heimili
þeirra hjóna og mikið að gera hjá
Hrefnu konu hans. Það er von
Sjómannadagsblaðsins að lesendur
verði nokkru nær um þá miklu
vinnu sem Skúli og aðrir hér á
Snæfellsnesi hafa innt af hendi til
að líf okkar sem yngri erum verði
auðveldara og það hafa þeir svo
sannarlega gert.
PSJ.
Lárusarhús, elsta hús á Hellissandi byggt 1889. Endurbyggt á árunum
1995 til 2001.
Skipaþjónusta Skeljungs
OsAum s/'ómwuuim o(/J/ö/s/it//c/um /)ei/*/*u
tí/ /uunúufju meó c/cicjinn /