Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 8

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 8
6 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 þar var hann æðstiprestur. Það var gaman þegar krakkarnir úr leik- skólanum komu og fengu að skoða púddurnar, það mátti ekk- ert gera nema eftir hans fyrirsögn. Og svo samviskusamur var hann fyrir hverju sem honum var trúað fyrir að t.d. þegar við Asta fórum í frí, þá faldi hann eggin svo strák- arnir okkar næðu ekki í þau. Öllu varð að skila sem trúað var fyrir, jafnvel þótt eggin væru orðin fúlegg. Eitin stiersti þáttur í þínu lífi var árið 1945 þegar þú varst ráðinn sem póst- og shnstöðvarstjóri á Hellissandi. Já, og ég starfaði við það í 43 ár, lengst af í litlu húsi, sem var 40 m2 og það stendur enn við Bárð- arás. Það var stúkað í litla forstofu með afgreiðslulúgu á veggnum og í endanum var símaklefi, svo kom lítil afgreiðsla, svona rétt fyrir tvo og þar innaf pósthúsið. Símstöðin var lengstum einskonar dagleg fréttastöð. Þegar ég opnaði þá voru alltaf einhverjir eldri borgar- ar mættir til skrafs og ráðagerða. Yfirleitt voru þeir alltaf fyrstir Jens á Selhól og Hermann í Miðhús- um, að ég tali nú ekki um sjó- mennina þegar ekki var róið. Eg náði nú ekki nema hluta af öllum þessum bræðingi sem fram fór, en hafði gaman af. Það var nóg að gera að tengja saman símalínurnar í hin og þessi göt, sitt á hvað í stórum kassa og ruglast ekki á hverjir vildu tala við hvern og síð- an að grípa inn í á hárréttum tíma og segja eitt viðtalsbil eða tvö. En það var oft rosalegt að halda síma- sambandinu suður og talað hátt á stundum. Það voru nokkrar sím- stöðvar á leiðinni sem gátu hlust- að á öll samtöl og sambandið varð alltaf verra og verra eftir því sem fleiri hlustuðu. Það var t.d. stöðin í Ólafsvík, á Hamraendum, Búð- um, Arnarstapa, í Hjarðarfelli og Óskum sjómönnum á Snæfellsnesi og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn SJÓMENN 06 FJÖLSKYLDUR í SNÆFELLSBÆ! TIL HAMINGJU MED DAGINN ÞÍN VERSLUN VERSLUN í HEIMABVGGD VERSLUNIN KASSINN Norðurtangi 1, sími: 436 1376 ALÞÝÐUSAMBANDÍSLANDS

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.