Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 40

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 40
38 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Síldarverksmiðjan og síldarsöltunarplanið á Djúpuvík sumarið 1937. Tæknivædd síldarverksmiðja I landi Kjósar er síldarplássið Djúpavík. Eg er alinn upp við hliðina á síldarverksmiðju sem þótti framúrstefnuleg á þeim tíma. Hún var byggð árið 1934 og hóf starfsemi árið eftir og var sú tæknivæddasta í heiminum á þeim tíma. Það var Alliance og Einar Þorgilsson í Hafnarfirði sem létu reisa og áttu þessa verk- smiðju. Arneshreppssamfélagið var á þessum árum um 500 manns. Það voru allar jarðir í byggð frá Kolbeinsvík og norður í Skj aldabj arnarvík. Ég vann ekki nema tvö sumur í verksmiðjunni í Djúpuvík Verk- smiðjunni og söltunarplaninu fylgdi mikill fjöldi aðkomustarfs- fólks, vafalaust á annað hundrað manns. Þarna var mikið líf og fjör. Á meðal aðkomumanna í Djúpuvík voru oftast nokkrir áberandi vinstrimenn. Þeir voru þá yfirleitt kallaðir kommúnistar. Það var komið upp ágætis bóka- safni. Þar fékk ég til lestrar margar góðar bækur m.a. bækur Þórbergs og Kiljans og Kommúnistaávarp- ið. Það var haldið úti veggblaði, Vestanvindinum. Jafnan voru í hópnum fólk sem kunni og spil- aði á hljóðfæri og því ekki vandamál að slá upp balli ef svo bar undir. Þá voru líka sett upp leikrit . Aðstaða til samkomuhalds var í ,,Salnum“ í Kvennabraggan- um sem nú er veitingasalurinn hjá Hótel Djúpavík. Verksmiðjan starfaði frá 1935 til 1952 en held- ur dró úr síldveiðum eftir 1944. Sagt var að verksmiðjan hafi borgað sig upp á fyrstu þremur ár- unum. Góðan sumartíma var ég háseti á flóabát sem hét Harpa og ann- aðist farþega- póst- og vöruflutn- inga um vestanverðan Húnaflóa á þessum árum. Þetta var skemmti- legur tími. Viðkomustaðir voru: Hvammstangi, Hólmavík, Drangsnes, Djúpavík, Gjögur, Norðurfjörður og Ingólfsfjörður. Sumarið 1946 ætlaði ég að vinna í síldarverksmiðjunni á Ing- ólfsfirði, þá tvítugur. Við vorum nokkrir sem fórum þangað. Svo kom upp óánægja með aðbúnað meðal okkar. Við létum óánægju okkar í ljós og vorum þá bara reknir. Við hringdum á Skaga- strönd og sóttum um vinnu í verksmiðjunni þar sem þá var að byrja. Ég var búinn að vera að vinna við lýsisskilvindur, sem var allsérhæft starf og var ráðinn um- yrðalaust. Við vorum álitnir skil- vindusérfræðingar og það var eins og þeir hefðu himin höndum tek- ið að fá svona menn til starfa og við fórum fjórir til Skagastrandar. Ráðskonurnar grétu Þegar við komum á Skaga- strönd þá var verið ljúka byggingu síldarverksmiðjunnar. Það var mjög gaman á Skagaströnd og mikið um að vera og gera til að hafa verksmiðjuna tilbúna þegar síldin færi að veiðast. Þarna unn- um við í nokkur skipti í 28 tíma á sólarhring, þ.e. óslitið allan sólar- hringinn og fengum tvöfalda kaffi- og matartíma. Svo kom blessuð síldin og allt gekk sæmi- lega. Þetta var eina sumarið sem Skagastrandarverksmiðjan fékk síld til vinnslu sem orð var á ger- andi. Ég fæ alltaf fiðring í mig er ég kem á Skagaströnd og lít m.a. niður á Hólanesið að gamla barnaskólanum en þar var íveru- Ósfqim sjómönmim og aÖstandendum þárra um [andadt tiífiamingju með daginn. S tarfsfóíj tJjastar efij. Hastar North~Atlantic Star Utflutningur á sjávarafurðum Nastar ehf. Vatnagörðum 10 - 104 Reykjavík Sími: 562-9000 - fax: 562-9001 tölvupóstur: nastar@nastar.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.