Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 40
38
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006
Síldarverksmiðjan og síldarsöltunarplanið á Djúpuvík sumarið 1937.
Tæknivædd síldarverksmiðja
I landi Kjósar er síldarplássið
Djúpavík. Eg er alinn upp við
hliðina á síldarverksmiðju sem
þótti framúrstefnuleg á þeim
tíma. Hún var byggð árið 1934 og
hóf starfsemi árið eftir og var sú
tæknivæddasta í heiminum á
þeim tíma. Það var Alliance og
Einar Þorgilsson í Hafnarfirði sem
létu reisa og áttu þessa verk-
smiðju. Arneshreppssamfélagið
var á þessum árum um 500
manns. Það voru allar jarðir í
byggð frá Kolbeinsvík og norður í
Skj aldabj arnarvík.
Ég vann ekki nema tvö sumur í
verksmiðjunni í Djúpuvík Verk-
smiðjunni og söltunarplaninu
fylgdi mikill fjöldi aðkomustarfs-
fólks, vafalaust á annað hundrað
manns. Þarna var mikið líf og
fjör. Á meðal aðkomumanna í
Djúpuvík voru oftast nokkrir
áberandi vinstrimenn. Þeir voru
þá yfirleitt kallaðir kommúnistar.
Það var komið upp ágætis bóka-
safni. Þar fékk ég til lestrar margar
góðar bækur m.a. bækur Þórbergs
og Kiljans og Kommúnistaávarp-
ið. Það var haldið úti veggblaði,
Vestanvindinum. Jafnan voru í
hópnum fólk sem kunni og spil-
aði á hljóðfæri og því ekki
vandamál að slá upp balli ef svo
bar undir. Þá voru líka sett upp
leikrit . Aðstaða til samkomuhalds
var í ,,Salnum“ í Kvennabraggan-
um sem nú er veitingasalurinn hjá
Hótel Djúpavík. Verksmiðjan
starfaði frá 1935 til 1952 en held-
ur dró úr síldveiðum eftir 1944.
Sagt var að verksmiðjan hafi
borgað sig upp á fyrstu þremur ár-
unum.
Góðan sumartíma var ég háseti
á flóabát sem hét Harpa og ann-
aðist farþega- póst- og vöruflutn-
inga um vestanverðan Húnaflóa á
þessum árum. Þetta var skemmti-
legur tími. Viðkomustaðir voru:
Hvammstangi, Hólmavík,
Drangsnes, Djúpavík, Gjögur,
Norðurfjörður og Ingólfsfjörður.
Sumarið 1946 ætlaði ég að
vinna í síldarverksmiðjunni á Ing-
ólfsfirði, þá tvítugur. Við vorum
nokkrir sem fórum þangað. Svo
kom upp óánægja með aðbúnað
meðal okkar. Við létum óánægju
okkar í ljós og vorum þá bara
reknir. Við hringdum á Skaga-
strönd og sóttum um vinnu í
verksmiðjunni þar sem þá var að
byrja. Ég var búinn að vera að
vinna við lýsisskilvindur, sem var
allsérhæft starf og var ráðinn um-
yrðalaust. Við vorum álitnir skil-
vindusérfræðingar og það var eins
og þeir hefðu himin höndum tek-
ið að fá svona menn til starfa og
við fórum fjórir til Skagastrandar.
Ráðskonurnar grétu
Þegar við komum á Skaga-
strönd þá var verið ljúka byggingu
síldarverksmiðjunnar. Það var
mjög gaman á Skagaströnd og
mikið um að vera og gera til að
hafa verksmiðjuna tilbúna þegar
síldin færi að veiðast. Þarna unn-
um við í nokkur skipti í 28 tíma á
sólarhring, þ.e. óslitið allan sólar-
hringinn og fengum tvöfalda
kaffi- og matartíma. Svo kom
blessuð síldin og allt gekk sæmi-
lega. Þetta var eina sumarið sem
Skagastrandarverksmiðjan fékk
síld til vinnslu sem orð var á ger-
andi. Ég fæ alltaf fiðring í mig er
ég kem á Skagaströnd og lít m.a.
niður á Hólanesið að gamla
barnaskólanum en þar var íveru-
Ósfqim sjómönmim og aÖstandendum þárra um [andadt
tiífiamingju með daginn.
S tarfsfóíj tJjastar efij.
Hastar
North~Atlantic Star
Utflutningur á sjávarafurðum
Nastar ehf.
Vatnagörðum 10 - 104 Reykjavík
Sími: 562-9000 - fax: 562-9001
tölvupóstur: nastar@nastar.is