Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 18

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Page 18
16 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Ingólfur Gíslason hóf störf hjá HÓ 1939 og er eini milifandi starfsmaður frá þeim tíma. Ljósmynd: Alfons Kristján Jensson, Eyjólfur Snæ- björnsson, Jón Gíslason, Einar B. Arason, Þórjón Jónasson, Eggert Guðmundsson, Soffonías Guð- mundsson, Snæbjörn Eyjólfsson, Einar B. Ásmundsson, Guð- mundur Ársælsson, Ingólfur Gíslason, Stefán Kristjánsson, Gísli Magnússon, Árni Vigfússon, Þórður Vigfússon og Guðjón Sig- urðsson, allir búsettir í Ólafsvík utan Thor Thors. I fyrstu stjórn sitja þeir: Eliníus Jónsson kaupfé- lagsstjóri, kjörinn formaður, Jónas Þorvaldsson skólastjóri og oddviti, Guðjón Sigurðsson vélsmiður, Sr. Magnús Guðmundsson sóknar- prestur og Thor Thors alþingis- maður. Eftir brottflutning Thors af landinu mun Jóhann Kristjáns- son hafa komið inn í stjórnina, því hann áritar hlutabréf sem gef- in eru út 1942. Stofnfé er kr. 30.000.- og höfðu greiðst inn kr. 15.150.- á stofnfundi, en hver hlutur nam kr. 50. I stofnsamn- ingi er ákvæði þess efnis að í stjórninni skuli sitja 4 Ólafsvík- ingar hið minnsta. Það ákvæði var fellt niður árið 1945. Hlutabréf í stað vinnulauna Margir Ólsarar unnu við bygg- ingu frystihússins og sumir fengu borguð vinnulaun í formi hluta- bréfa, aðrir lögðu fram hlutafé , mismikið eftir efnum og ástæð- um. T.d. átti Guðbrandur Guð- mundsson í Flateyjarhúsi, faðir þeirra bræðra Aðalsteins og Leós, hlutabréf að upphæð kr. 500.- árið 1942 sem er þó nokkur upp- hæð á þeirra tíma mælikvarða. Framkvæmdastjórn í upphafi rekstrar önnuðust þeir Jónas Þor- valdsson og sr. Magnús Guð- mundsson en frá 1. okt. 1940 var Sigurður Jóhannsson úr Borgar- firði ráðinn framkvæmdastjóri og bjó í leiguhúsnæði á Gimli. Gengdi hann því starfi um nokk- urra ára skeið eða þar til Markús Einarsson frá Syðri-Tungu í Breiðuvík tók við haustið 1945 og gengdi því til 1954 en eftir hann Einar Bergmann Arason frá Ólafs- vík. 1 tíð Sigurðar Jóhannssonar var húsið Svarfhóll, nú við Ennis- braut, keypt fyrir framkvæmda- stjórabústað og var það í mörg ár og þar var skrifstofa frystihússins. Bolinder vél Fyrsti verkstjóri var Bergsteinn Bergsteinsson er síðar varð yfir- fiskimatsmaður alls landsins og gengdi hann því starfi fyrsta starfsár frystihússins, en Guð- mundur Finnbogason tók síðan við og enn síðar Eyjólfur Snæ- björnsson á Borg og Eggert Guð- mundsson í Ásbjörnshúsi. Fyrsta vélin í frystihúsinu var af Hraðfrystihús Ólafsvíkur h.f. Ólafsvík. /tó/Caývt'ViZÓ eða sá, sem slðar öðlasl á löglegan háll eignarréll að hlulabréfi þessu er eigandi að eift hundrað krónum I hlulafélaginu Hraðfryslihús Ólafsvikur með réflindum (é- logsmanna og háður skyldum þeim er samþykklir félags- ins ákveðo. Samþykklir félagsins eru dogsetfar 29. okl. 1939. Félagið siálfl og hluthafar þess helir forkaupsréll á hlula- brélunum, og er sala á hlulabréfi ógild, þar til félagssliárn hefir samþykkl eigendaskiplin með árilun á hlutabréfið. SIjárn Hrailryslihúss Óldlsvíkur h.f. óSenfyum s;/,ómönnum a (^nœfjettsmsi oej f/öískjtdum fekta keittaóskn i titefni s/ómannadaasins. Mareind. Siglinga og fiskileitartæki

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.