Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Page 5
VETRARVERTÍÐIR í ÓLAFSVÍK
ÁRIN 1942 TIL1946
Hér á eftir eru birtar aflatölur og frétfir af vertföum I upphnfi
fimmta áratugarins. Þetta tímabil varö fyrir valinu, vegna þess,
aö þetta eru elstu heimildir um vetrarvertiðir sem nú varö
aö þetta eru elstu helmlldir um vetrarvertiöir sem um getur.
1942
Á vertíðinni 1942, voru
gæftir með lakara móti. Með-
al róðrafjöldi yfir vertíðina var
47 róðrar. Gerðir voru út frá
Ólafsvík 4 þilfarsbátar og 4
opnir vélbátar.
Aflahæsti báturinn var
Snæfell. Mestur dagsafli var
9000 kg. Lifrarfengur var
12.084 lítrar. Aflaverðmæti
var 91 þúsund krónur.
Hásetahlutur var 3.300 krónur.
Formaður á Snæfellinu var
Víglundur Jónsson.
Viglundur Jónsson.
1943
Engar heimildir fundust
fyrir árið 1943.
1944
Fimm þiljaðir bátar voru
geröir út frá Ólafsvík og auk
þess tveir opnir bátar. Afla-
hæsti báturinnvarSnæfell.en
Snæfellið aflaði alis 327.910 kg.
af fiski. Lifrarfengur Snæ-
fellsins var 14.712 lítrar. For-
maður var Víglundur Jónsson.
1945
Segja má, að aðeins þrír
bátar hafi verið gerðir út frá
Ólafsvík á árinu 1945. Tveir
aðrir fóru að vísu örfáa róðra,
en vegna vélabilana og
ýmissa annarra óhappa urðu
þeir að hætta.
Eingöngu var róið með línu
og allur fiskur slægður. Afla-
hæsti báturinn var Framtíðin,
18 tonna bátur. Framtíðin fór
85 róðra og fiskaði 540 tonn.
26.000 lítrar af lifur fóru á
land. Hásetahlutur var 8.500
krónur. Skipstjóri á Framtíð-
inni var Lárus Sveinsson, en
þá var hann 26 ára.
Snæfell, 18 tonna bátur
fiskaði 502 tonn og 24000 lítra
af lifur. Hásetahlutur var8.000
krónur.
Víkingur , 13 tonna bátur
fiskaði 170 tonn og 9.500 lítra
af lifur. Hásetahluturá Víkingi
varð 3.000 krónur.
Lárus Svelnsson.
1946
Gerðir voru út 4 bátar, 13 til
18 tonn hver. Mestan afla í
róðri fékk Hrönn II, 13.335 af
slægðum fiski með haus.
Snæfell var aflahæsti
báturinn. Vertíðarafli Snæ-
fellsins var 490.565 kg. slægð
með haus. Lifrarfengur var
24.365 lítrar. Hásetahlutur
8.400 krónur. Skipsstjóri á
Snæfellinu var Víglundur
Jónsson.
Erfitt reyndist að losna við
aflann, að eigi bar ósjaldan
við, að bátarnir yrðu að fara
með hann til Stykkishólms,
Grundarfjarðar eða Hellis-
sands. Hefðu bátarnir jafnan
getað landað í Ólafsvík, er
vafalítið að vertíðin í Ólafsvík
hefði orðið óvenjulega góð.
5