Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 14.06.1987, Page 8
VÍGLUNDUR JÓNSSON,-
fyrsti heiðursborgari Ólafsvíkur
í tilefni þess að ákveðið var að gefaút ífyrstaskipti
hér í Ólafsvík Sjómannadagsblað þá þótti við hæfi að
forvitnast um sjómennsku og útgerð fyrsta
heiðursborgara Ólafsvíkur, Víglundar Jónssonar en
honum hlotnaðist sá heiður þann 26. mars s.l. á af-
mælisfundi bæjarstjórnar Ólafsvíkur í tilefni 300 ára
verslunarafmælis Olafsvíkur.
Vfglundur Jónsson.
Víglundur Jónsson fæddist
að Haga í Staðarsveit þann
29. júlí 1910. Nokkrum árum
seinna fluttist hann með for-
eldrum sínum að Pétursbúð á
Stapa. Ungur byrjaði hann
sjóróðra með föður sínum frá
Stapa. 17 ára gamall byrjar
hann róðra með Norðmönn-
um út af Vestfjörðum á
VS.Hrönn á svokölluðu
doríufiskerí. Það var róið frá
móðurskipi á litlum bátum og
bæði lagt og dregin línan og
aflinn síðan unnin í salt í
móðurskipinu. Eftir veiðar
Kristjana Tómasdóttlr.
með Norðmönnum fara Víg-
lundur og Tryggvi bróðir hans
í skipsrúm til Björns Hans-
sonar á ms. Grýmsey og eru
þeir með honum nokkur
misseri á línuveiðum. Víg-
lundur fer í Stýrimanna-
skólann í Reykjavíkárið 1933.
Eftir það ræður hann sig
sem stýrimann fyrst á
Þorstein RE og var róið með
línu frá Reykjavík. Síðan fer
hann á Ester EA og eru þeir á
síldveiðum í snurpunót.
Árið 1935 býður kaupmað-
urinn sem þá varáStapaGuð-
laugur Halldórsson þeim Víg-
lundi og Tryggva það að lána
þeim allt efni í nýjan bát. Þetta
boð var þegið með þökkum.
Víglundur fékk til liðs við
sig Kristján Gíslason frá
Skógarnesi og smíðuðu þeir
suður að Búðum 4 lesta trillu-
bát sem skírður var Óðinn.
Sett var í hann 7 ha. Bolinder
vél. Þetta er byrjunin á
útgerðarsögu Víglundar og
einnig var mikið samstarf með
honum og Tryggva allt til ár-
sins 1960. Fljótlega eftir að
þeir byrjuðu róðra á Óðni þá
var farið að leita að öðrum og
stærri bát. Árið 1937 er keypt-
ur 14 tonna bátur sem hét
Snæfell og var kaupverð hans
14.500 krónur og útborgun
2.500 krónur. Víglundur leig-
ði bátinn eina vertíð frá Sand-
gerði og síðan var hann sjálf-
ur með bátinn frá Hafnarfirði.
Þá reri T ryggvi Óðni frá Ólafs-
vík. 1940 kemur Víglundur
með Snæfellið til Ólafsvíkur.
Byrjaði hann á að róa með línu
sem þá var mest stundað.
Venjulega voru línuveiðar frá
því í janúar til 20. maí og síðan
dragnót til nóvemberloka.
Mest var róið á línu í Brúnina
og einnig suður fyrir Nes eða
þá norður í Kant og upp á
Flákann. Ekkert var lagt ofan í
Álinn, því menn töldu hann
alltof djúpan.
Víglundur byrjaði fyrstur
manna að leggja þar línu og
með góðum árangri og þótti.
sumum það ótrúlegt. Þá var
8