Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 21

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Page 21
15 átt við hin eyðandi öfl, ef veðrátta batnar frá því, serri verið hefir áður. Skal nú reynt að lýsa nokkuð áhrifum hvers hinna eyð- andi afla fyrir sig, en þess er ekki að vænta, að sú lýsing verði fullnægjandi, þar sem hér eru ekki til neinar rann- sóknir við að styðjast. En með því að draga fram það, sem vér vitum af reynslu, og hitt, sem ráða má af líkum, getur verið, að hugmyndir vorar skýrist, hvað þessum þrem þáttum viðvíkur. Veðráttan. Veðráttan hefir margs konar áhrif á gróðurinn. Áhrif hennar eru bæði bein og óbein. Sumarhitinn ræður mestu um þr'oska gróðrarins, svo framarlega sem úrkoma er hæfileg. Miklir vindar, og þá einkum þurrir vindar, hefta þroska hans, logn eða skjól er gróðrinum í vil. Áhrif veðr- áttunnar á jarðveginn hafa óbein áhrif á allan gróður, sem eru engu minni en hin beinu áhrif. Frjósemi jarð- vegarins er að mjög miklu leyti undir sumarhita komin, en þurrir vindar valda uppblæstri og gróðureyðingu. — Þannig geta hin einstöku áhrif veðráttunnar haft tvöfalt afl undir sumum kringumstæðum. Allur gróður er mjög næmur fyrir hvers konar hitabrigð- um. Hver tegund plantna hefir sinn kjörhita, en það er sá hiti, sem hún dafnar bezt við yfir vaxtartímann. Tegund- irnar þola ákveðin frávik frá kjörhita að einhverju vissu marki fyrir ofan og neðan kjörhitann. Eitt ljósasta dæmi þess, hve plöntur eru næmar fyrir lækkandi hita, er tómat- plantan. Hún getur þolað allt ofan í 5 stiga hita, en ef hit- mn fer niður úr því marki stutta stund, er henni bráður bani búinn. í raun og veru er þessu svipað farið með allan gróður. Hver plöntutegund þarf eitthvað visst hitalágmark um vaxtartímann til þess að geta. þroskað fræ. Þótt hitinn fari ekki nema brot úr stigi niður úr lágmarkinu, er það nóg til þess, að fræ nái ekki þroska. Fræþroskinn er hins vegar fyrsta skilyrðið til þess að gróðurtegundirnar geti breiðzt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.