Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1942, Qupperneq 21
15
átt við hin eyðandi öfl, ef veðrátta batnar frá því, serri
verið hefir áður.
Skal nú reynt að lýsa nokkuð áhrifum hvers hinna eyð-
andi afla fyrir sig, en þess er ekki að vænta, að sú lýsing
verði fullnægjandi, þar sem hér eru ekki til neinar rann-
sóknir við að styðjast. En með því að draga fram það,
sem vér vitum af reynslu, og hitt, sem ráða má af líkum,
getur verið, að hugmyndir vorar skýrist, hvað þessum
þrem þáttum viðvíkur.
Veðráttan.
Veðráttan hefir margs konar áhrif á gróðurinn. Áhrif
hennar eru bæði bein og óbein. Sumarhitinn ræður mestu
um þr'oska gróðrarins, svo framarlega sem úrkoma er
hæfileg. Miklir vindar, og þá einkum þurrir vindar, hefta
þroska hans, logn eða skjól er gróðrinum í vil. Áhrif veðr-
áttunnar á jarðveginn hafa óbein áhrif á allan gróður,
sem eru engu minni en hin beinu áhrif. Frjósemi jarð-
vegarins er að mjög miklu leyti undir sumarhita komin,
en þurrir vindar valda uppblæstri og gróðureyðingu. —
Þannig geta hin einstöku áhrif veðráttunnar haft tvöfalt
afl undir sumum kringumstæðum.
Allur gróður er mjög næmur fyrir hvers konar hitabrigð-
um. Hver tegund plantna hefir sinn kjörhita, en það er sá
hiti, sem hún dafnar bezt við yfir vaxtartímann. Tegund-
irnar þola ákveðin frávik frá kjörhita að einhverju vissu
marki fyrir ofan og neðan kjörhitann. Eitt ljósasta dæmi
þess, hve plöntur eru næmar fyrir lækkandi hita, er tómat-
plantan. Hún getur þolað allt ofan í 5 stiga hita, en ef hit-
mn fer niður úr því marki stutta stund, er henni bráður
bani búinn. í raun og veru er þessu svipað farið með allan
gróður. Hver plöntutegund þarf eitthvað visst hitalágmark
um vaxtartímann til þess að geta. þroskað fræ. Þótt hitinn
fari ekki nema brot úr stigi niður úr lágmarkinu, er það nóg
til þess, að fræ nái ekki þroska. Fræþroskinn er hins vegar
fyrsta skilyrðið til þess að gróðurtegundirnar geti breiðzt